Allar upplýsingar upp á borðið

Guðlaugur Þór Þórðarson gerir hið rétta með því að krefjast fundar í viðskiptanefnd um hin miklu og alvarlegu mistök við gjaldþrot LÍ í Lúx. Allar upplýsingar þarf að fá á borðið og gera upp þetta mál. Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að vita hver staðan er með skilanefndina og verkferla bakvið tjöldin. Þetta gengur einfaldlega ekki.

Hvað varð um allt gegnsæið og upplýsingamiðlunina sem stjórnvöld lofuðu forðum daga? Hafa þau algjörlega gleymt hverju þau lofuðu - þarna eru spurningar sem þarf að fá svör við.

mbl.is Vill fund um Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pínleg endalok Borgarahreyfingarinnar

Við blasir að þingmenn Borgarahreyfingarinnar séu á förum þaðan - eftir stendur grasrótarhreyfing án þingmanna innan við hálfu ári eftir alþingiskosningar. Þvílík endalok - pínleg sögulok í hreyfingu sem átti að vera svo frjáls og laus við allt regluverk og lagaumgjörð... þetta átti að vera svo "öðruvísi" - án þess að útlista það nánar svosem.

Hreyfingin hrynur svo á mettíma vegna sundurlyndis og ólgu vegna þess að engin umgjörð er utan um - grasrótin er algjörlega ótengd við þingmennina sem vinna í nafni hreyfingarinnar. Þetta er nett tragedía - en miðað við deiluefnið í fréttumfjöllun í gær eru þetta helst egósentrískar erjur.

Borgarahreyfingin sem átti að vera upphaf á nýjum tímum í íslenskum stjórnmálum hefur á undraskömmum tíma fest hinn hefðbundna fjórflokk í sessi... hann er traustari en jafnan áður.

mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörkutólið á vaktinni

Eva Joly er mikið hörkutól - við getum verið stolt að hafa hana á vaktinni. Hún hefur sýnt mikið þor, með því að þora að tala gegn stjórnvöldum sé hún ósammála og hefur velt við öllum steinum í sinni rannsókn. Hún talar á mannamáli. Ég kann að meta þetta og verð æ sáttari við þá ákvörðun að fá hana til verksins. Við þurftum einmitt á henni að halda, enda er hún fagleg en ákveðin í sínum verkum.

Hún er traustur málsvari Íslands á þessum erfiðu tímum - allir kunna að meta framlag hennar með greinaskrifunum fyrir nokkrum vikum þegar hún þorði að rífa kjaft á alþjóðavettvangi meðan íslenskir ráðherrar sögðu ekki múkk þegar að landinu var sótt til að reyna að halda dyrum opnum hjá Evrópusambandinu. Hún þorði meðan aðrir lympuðust niður.

Hörkutólið á vaktinni hefur fyrst og fremst stuðning þjóðarinnar - við getum treyst henni til að gera rétt og þora að verja Ísland á alþjóðavettvangi.

mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband