Óánægja eykst með ESB-aðildarviðræður

Ég er ekki undrandi á því að andstaða aukist mjög við aðild Ísland að ESB. Eftir atburðarás undanfarinna mánaða er ekki við því að búast að áhugi Íslendinga á að tilheyra Brussel-valdinu hafi aukist. Merkilegasta niðurstaðan í þessari könnun er einmitt sú að Íslendingar telja hag sínum ekki betur borgið innan ESB.

Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Allir sjá að það hefur ekki gerst.

Samfylkingin virðist vera í vanda með þetta mál sitt. Fyrir nokkru var sagt að Samfylkingin væri aðeins að hugsa um tvennt: ESB og að tryggja Einari Karli atvinnu. Hið síðarnefnda virðist ganga vel en hitt ekki.

mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn er algjörlega rúinn trausti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er algjörlega rúinn trausti og ætti að hugleiða að segja af sér. Þjóðin ber enga virðingu fyrir honum lengur, né telur hann vera sameiningartákn eða leiðtoga í þessari erfiðu stöðu sem við blasir.

Eðlilegt væri að Ólafur Ragnar viki af forsetastóli og myndi gefa landsmönnum tækifæri til að velja nýjan þjóðhöfðingja sem er ótengdur útrásarvitleysunni sem Ólafur Ragnar var svo órjúfanlega tengdur.

Reyndar er það sennilega hámark niðurlægingarinnar fyrir þennan forseta að Davíð Oddsson sé metinn meira sameiningartákn Íslendinga en hann.


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur skilnaðurinn í Krossinum okkur við?

Opinber yfirlýsing Gunnars og Ingu í Krossinum um skilnað þeirra er merkileg, enda er það ekki á hverjum degi sem hjón gefa út yfirlýsingu um að þau hafi sagt skilið hvort við annað. Er þetta ekki einkamál þeirra? Hví þarf að gefa út sérstaka yfirlýsingu um þetta? Kannski líta þau svo á að staða Gunnars leyfi ekki skilnað og þetta sé vandræðalegt mál fyrir trúarhöfðingjann með hina fornu sýn á trúarlegar áherslur og gildi hjónabandsins.

Skilnaður er að mínu mati einkamál. Allt fólk er mannlegt. Ekki er sjálfgefið að tveir einstaklingar geti búið saman og elskað hvort annað alla tíð. Skilnaður og breytingar á lífi okkar eru eðlileg þegar tveir einstaklingar geta ekki lengur búið saman. Slíkt á ekki að vera stórtíðindi. En væntanlega samrýmist skilnaður illa í huga þeirra sem lifa eftir fornu regluverki kristinnar trúar, sem hafa predikað að hjónabandið sé heilagt og því geti í raun ekki lokið.

En þetta er svosem lífsins gangur.... sama hvað trúaráherslum í Krossinum líður.

mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband