Mun ríkisstjórnin breyta fyrirvörum án þingvilja?

Fjölmiðlarnir eru sem betur fer búnir að svipta hulunni af trúnaði ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga. Virðist aðallega um að ræða breytingu á einni grein.... ákvæðið um ártalið 2024 sem endalok málsins hvað varðar greiðslur.

Það ákvæði var eitt af þeim veigameiri sem tryggðu að málið gat farið í gegnum Alþingi. Ætlar stjórnin að lúffa með það ártal án þess að láta Alþingi ræða málið?Fyrirvararnir voru skýrir... annaðhvort fer málið í gegn óbreytt eða það fer fyrir þingið aftur til umræðu.

Á að keyra þetta í gegn eingöngu á fundi fjárlaganefndar? Eru það vinnubrögð sem við getum sætt okkur við?

Ég held ekki!

mbl.is Ekki „afsláttur" af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er trúnaður ríkisstjórnarinnar við þjóðina?

Alveg er það dæmigert að ríkisstjórnin skuli halda í trúnað við Breta og Hollendinga um viðbrögð þeirra við Icesave í stað þess að hugsa frekar um trúnað sinn við íslensku þjóðina. Hví er ekki hægt að kynna þjóðinni þær breytingar sem þjóðirnar krefjast eða hverjar tillögur þeirra eru?

Mér finnst það forkastanleg vinnubrögð að sætta sig við þetta, en þetta er samt ansi mikið í takt við vinnubrögð þeirra sem töluðu um gegnsæi og opin vinnubrögð en hafa svo gert allt annað.

mbl.is Óska eftir trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband