19.9.2009 | 20:30
Er lífið með lottóvinningi eintóm himnasæla?
Hef heyrt sögur af báðum tilfellum og það mjög svæsna sögu um hið síðarnefnda þar sem stór lottóvinningur fór úr höndunum á vinningshafa á skömmum tíma. Auðvitað er ánægjulegt að fólk sé heppið og fái tækifæri til auðfengins gróða með því að spila upp á heppnina.
Vona að þeir sem hafa unnið væna fúlgu fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum. Þó það sé ýktur veruleiki eru sumir sem blindast af slíkum auðæfum.
Enda hlýtur að þurfa sterka undirstöðu til að lifa með svo stórum vinningi, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.
![]() |
Vann 35 milljónir í Lottói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2009 | 13:43
Uppgjör Geirs - álagið á forsætisráðherrastóli
Augljóst er að Geir hélt sjó ótrúlega lengi í þessum átökum. Hann veiktist þegar mestu átökin riðu yfir - augljóst er að álagið hefur verið ómannúðlegt. Ég fæ aldrei skilið hvernig Geir gat haldið sjó átakadaginn mikla þegar ráðist var að bíl hans fyrir utan Stjórnarráðið og reynt að hefta för hans, sama daginn og hann greindist með illkynja mein í vélinda. Það þarf sterk bein til að þola þann ólgusjó. Slíkt álag er gríðarlegt.
Ég neita því ekki að ég var persónulega mjög ósáttur við margt sem gert var árið fyrir hrun og ekki síður þegar stjórnin með trausta þingmeirihlutann sligaðist. Hún þorði engar ákvarðanir að taka, hikaði og beið of lengi. Eftirmæli hennar eru að hafa sofið á verðinum. En stjórnmálamenn eru ekki vélmenni og álagið hefur verið bugandi og erfitt. Sá þáttur hlýtur að verða ofarlega í huga síðar meir.
Mér finnst það merkilegt að Geir velji frekar að veita sænskum spjallþætti svona viðtal. Hann hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtal svo mánuðum skiptir. Eflaust hefur hann tekið þar tilmælum margra sem töldu rétt að hann viki af sviðinu. Eftir margra mánaða álag vildi Geir eflaust veita öðrum sviðið, þeim sem tóku við völdum í landinu.
Geir mátti þó eiga það að hann talaði við þjóðina, mætti í viðtöl og talaði við erlendu pressuna þegar hann gegndi embætti. Eftirmaður Geirs hefur lokað sig af og virðist vera í fílabeinsturni. Er hún kannski að bugast vegna álagsins sem fylgir starfinu? Kannski má segja með sanni að það þurfi sterk bein til að þola álagið - slíkt er ekki öllum gefið.
Þeir sem gagnrýndu Geir fyrir að standa sig illa í álaginu síðasta vetur þegar hrunið skall á hljóta að velta fyrir sér hvar núverandi forsætisráðherra sé. Hún neitar að veita viðtöl og er fjarlæg íslensku þjóðinni - hún fjarar út frekar hratt þessa dagana.
Hvað er sá forsætisráðherra að spá þegar hún neitar frönskum fréttamanni sem talar reiprennandi íslensku um viðtal? Og neitar að mæta í Silfur Egils, spjallþátt númer eitt á Íslandi? Er hún kannski hrædd við þjóðina? Eða hefur álagið heltakið hana?
![]() |
Hefðu átt að minnka umsvifin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2009 | 13:28
Algjör sveppi
![]() |
Nakinn og til vandræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 00:29
ESB-öfgar Moggans - ritstjóraþankar
Ég er sammála Birni Bjarnasyni um að Morgunblaðið fór of langt í ESB-öfgum í ritstjóratíð Ólafs Þ. Stephensens. En þetta var sannfæring hans í skrifum og tali, hans skoðun, og þannig var það bara. Eflaust hefur þó sú skoðun ráðið miklu um að vík var milli Ólafs og eigenda blaðsins. Eðlilegra að stokka til í blaðinu en hafa þau mál óuppgerð og í lausu lofti í blaðinu. Skrif Ólafs voru umdeild á ritstjórastóli - rétt eins og með Styrmi áður kölluðu þau fram ólíkar skoðanir. Gott mál vissulega.
Mikið er rætt um væntanlegan ritstjóra Morgunblaðsins. Eðlilegt er að nafn Davíðs Oddssonar sé rætt í þeim efnum. Davíð er á besta aldri til þess að gera, aðeins 61 árs, og fjarri því kominn á eftirlaunaár. Treysta má því að hann hafi skoðanir á öllum málum, er beittur penni og eflaust myndi verða fylgst með leiðaraskrifum Moggans með meiri áhuga ef hann færi í Hádegismóa og héldi þar um penna á ritstjórninni.
Björn Bjarnason slær sjálfur á ritstjórahugleiðingar hvað sig varðar. Að mínu mati hefði Björn verið tilvalinn í ritstjórastöðuna. Ekki vantar hann reynsluna hvað Moggann varðar, enda verið aðstoðarritstjóri og fréttastjórnandi þar um árabil - faðir hans var ritstjóri blaðsins auk þess árum saman. Björn er góður penni og hefur haldið úti bestu vefsíðu landsins í tæp fimmtán ár.
Nýlega hefur Björn hafið sjónvarpsþáttagerð á ÍNN. Hann er góður spyrill og ég er ekki í vafa um að þeir þættir muni vekja mikla athygli. Nýlegt viðtal Björns við Guðna Ágústsson var sérlega áhugavert. En eflaust stefnir Björn að því að rækta sína bújörð og taka því rólega eftir annasöm ár í pólitíkinni.
En eflaust er staðan öðruvísi með Davíð.
En vilji menn yngja upp aftur á Mogganum er eðlilegt að horfa til Ólafs Teits eða Péturs Blöndals - traustir menn þar á ferð.
![]() |
Ekki á leið í ritstjórastólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)