Hamingjuóskir til Jóhannesar



Ég vil óska Jóhannesi Kristjánssyni, eftirhermu, til hamingju með nýja hjartað og vona að hann nái fullri heilsu sem allra fyrst. Jóhannes er besta eftirherman í sögu Íslands... hefur slegið eftirminnilega í gegn með túlkun sinni á Guðna Ágústssyni, Ólafi Ragnari, Steingrími Hermannssyni, Alfreð Þorsteinssyni og Halldóri Blöndal... svo nokkrir séu nefndir.

Þessi sena úr skaupinu 1988 er alltaf jafn góð.

mbl.is Jóhannes búinn að fá nýtt hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klappstýra útrásarinnar staðfestir Icesave-lögin

Sameiningartákn útrásarvíkinganna, klappstýran á Bessastöðum, hefur nú staðfest Icesave-lögin, eins og við mátti búast. Ég átti ekki von á neinu öðru, annað hefði verið stílbrot af þeim manni sem er guðfaðir vinstristjórnarinnar sem er við völd. Hann myndi aldrei gera neitt til að taka þessa ríkisstjórn úr sambandi, allra síst með því að synja lagafrumvarpi.

Með þessu staðfestir reyndar forsetinn að afstaða hans í fjölmiðlamálinu var sýndarmennska, hann synjaði þeim lögum ekki vegna þess að gjá væri milli þings og þjóðar, heldur vegna tengsla hans við tiltekna menn í viðskiptalífinu. Enda var hann eftir það tíður farþegi í einkaflugvélum þeirra sem áttu hagsmuna að gæta.

Og ekki færi hann að fórna forsetastólnum fyrir synjun á lögunum nú með því að vitna í sömu rök og 2004. Þetta er algjörlega innihaldslaust - var aldrei annað en pólitísk flétta. En með þessari ákvörðun fer þessi forseti endanlega í sökubækurnar sem klappstýra útrásarvíkinganna.

En honum er auðvitað sama, enda fer hann ekki aftur í forsetakjör. En hvernig er það, fellur ekki þessi forseti núna sjálfur ofan í gjána margfrægu sem hann vitnaði til?


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar mun ekki stöðva Icesave

Hreinir draumórar eru að búast við því að Ólafur Ragnar Grímsson muni synja staðfestingu lagafrumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave. Hann mun aldrei setja vinstristjórn leidda af Samfylkingunni út af sporinu með því að hafna svo mikilvægu máli, enda vita allir að þjóðin mun aldrei samþykkja þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann myndi þá aðeins segja af sér ef hann synjaði þeim. Það er ekki að fara að gerast.

Ólafur Ragnar er svo tryggur Samfylkingunni, eins og sást af aumri framgöngu hans við stjórnarslitin í janúar, að hann mun ekki taka þessa vinstristjórn úr öndunarvélinni. Forðum daga sagði þó þessi forseti að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar um fjölmiðlamálið. Hvað ætli hann segi til að reyna að friða þjóðina þegar hann hleypir þessum díl í gegn?

Þessi forseti er sá lélegasti í lýðveldissögunni, verður minnst fyrir dekur sitt við auðmenn og hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna og skjalldúkka þeirra. Hann mun ekki setja þetta mál í uppnám. Örlög þessa máls réðust í þinginu. Nú er boltinn hjá Bretum og Hollendingum - munu þeir taka þessu gagntilboði eða halda áfram að búllíast á Íslendingum?

mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband