Ögmundur bregður sér í böðulshlutverkið

Eflaust er það kaldhæðni örlaganna að Ögmundur Jónasson sé nú kominn í hlutverk böðulsins á St. Jósepsspítala, sem hann gagnrýndi hvað mest fyrir tæpu ári þegar Guðlaugur Þór Þórðarson ætlaði að skera niður þar. Ögmundur hélt sér eflaust inni á Alþingi með því að slá sig til riddara í Suðvesturkjördæmi með því að tala máli spítalans og eflaust kusu margir Ögmund til að "bjarga" spítalanum.

Nú er Ögmundur hægt og rólega að fara í þann farveg sem talað var um áður... hann er hægt og bítandi að taka upp sparnaðartillögur Guðlaugs Þórs. Eðlilegt að þeir sem voru frústreraðir með breytingar Guðlaugs Þórs ráðist nú að þeim sem ætlar að koma þeim í framkvæmd með eflaust enn meiri niðurskurði.

Ögmundur fær nú þessa gagnrýni yfir sig... eðlilega. Þeir sem eru sjálfum sér samkvæmir... vinstrimennirnir... hljóta nú að gagnrýna sitt fólk. Er það ekki annars?


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband