Forseti án jarðsambands

Ólafur Ragnar Grímsson hefur endanlega spilað rassinn úr buxunum með því að fullyrða sisvona að íslensku bankarnir hafi starfað samkvæmt reglum. Hvernig getur hann fullyrt þetta? Hverjar eru forsendur hans?

Er maðurinn orðinn galinn? Eða er hann bara að standa undir nafni sem guðfaðir hinnar misheppnuðu útrásar sem hefur sett Íslendinga á kaldan klaka í orðsins fyllstu merkingu?

Er ekki kominn tími til að þetta einsprósenta sameiningartákn.... sameiningartákn útrásarvíkinganna.... segi af sér?

Hann er algjörlega án jarðsambands.


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notaleg saga

Ég vil óska milljónamæringnum nýja, hinni einstæðu móður, til hamingju með lottóvinninginn á laugardag. Vinningssaga hennar er eilítið notaleg - gott að vita að þessir peningar fara á stað þar sem þörf er fyrir þá til að byggja til framtíðar.

Hugarfar þeirra sem vinna hefur nefnilega áhrif... sumir hafa spilað stórum vinningi úr höndum sér fljótt og farið illa með auðinn. En það skiptir máli að peningarnir fari á réttan stað og þar verði byggt skynsamlega úr auðæfunum.

mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi ríkisstjórn á vaktinni

Össur Skarphéðinsson hefur örugglega sagt Dominique Strauss-Kahn einhverja brandara í dag.... manninum sem hefur tekið að sér að vera handrukkari stóru þjóðanna sem hafa búllíast á þeim minni... þetta er sérstaklega augljóst í samskiptum Íslands við IMF. Ekki tel ég að Össur hafi tekið slaginn við handrukkarann á þessum fundi. Finnst hann ekki traustasti málsvari Íslands.... fjarri því.

Augljóst hefur verið að undanförnu að Bretar og Hollendingar hafa stýrt nær algjörlega vinnuferli IMF hvað varðar Ísland - alvarlegt mál er að tvær þjóðir geti ráðskast með samskipti IMF við annað land með beinum eða óbeinum hætti. Íslenska ríkisstjórnin hefur sætt sig við þetta verklag og lítið sem ekkert tekið á þeim málum... sætt sig við endalaust hik í samskiptum Íslands við IMF.

Af hverju hefur ríkisstjórnin ekki óskað eftir því að Dominique Strauss-Kahn komi til Íslands og tali við íslensk stjórnvöld? Af hverju talar hann ekki beint við Íslendinga? Þessi samskipti eða samskiptaleysi eru fyrir löngu orðin vandræðaleg og til mikilla vansa. Fáir búast við að Össur breyti einhverju í þeim efnum á einhverjum settlegum fundi, haldinn fyrir kurteisissakir.

Annars bar það til tíðinda í dag að vinstristjórnin skipaði ráðherranefnd með Jóhönnu, Steingrím og Gylfa innanborðs sem á að hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar í samráði við aðra ráðherra, sjá um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alveg sérstaklega hyggja að framtíðaráformum í peningamálum.

Er þetta lið gjörsamlega úr sambandi? Af hverju er þetta fyrst gert núna.... í september? Þessi ríkisstjórn hefur setið í tæpa átta mánuði. Ekki eru þetta traustvekjandi vinnubrögð.

Ekki er svosem betra samskiptaleysi stjórnvalda við fjölmiðla sem tjáði sig aðeins í fáum stikkorðum í dag... lét pressuna bíða eftir sér í allan dag án þess að hafa eitthvað nýtt að segja.

Eina sem kom var að eitthvað ætti að gera fyrir heimilin í landinu fyrir áramót... já áramót en ekki mánaðarmót.

Á þetta að verða skemmtilegt kapphlaup fyrir þá sem þrauka þangað til stjórnin verður ársgömul?

mbl.is Átti fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband