Endurkoma Davíðs Oddssonar

Endurkoma Davíðs Oddssonar í eldlínu þjóðmálaumræðunnar eru mikil tíðindi. Morgunblaðið verður í eldlínunni með hann á frontinum - blað sem þorir að hafa skoðanir og lætur í sér heyra. Ekki er við öðru að búast en leiðaraskrif og Reykjavíkurbréfið verði lesið með meiri áhuga en áður. Þeir sem þekkja Davíð vita að hann þorir að hafa skoðanir og lætur óhikað í sér heyra.

Davíð hefur nú fengið eitt besta skriftarpláss í landinu.... eðlilegt að þar verði talað afdráttarlaust og ákveðið. Þetta eru þannig tímar að við þurfum að tala tæpitungulaust. Fáum hefur tekist að vekja meiri viðbrögð í samfélaginu á undanförnum áratugum en Davíð Oddsson. Engin lognmolla hefur verið um hann og ekki við því að búast þegar hann fer að skrifa úr Hádegismóum.

Það hefur alltaf verið erfitt fyrir suma að sætta sig við að Davíð Oddsson hefur málfrelsi eins og ég og þú - svo og allir aðrir í þessu landi. Þegar hann var í stjórnmálum gat hann stuðað andstæðinga sína svo mjög að þeir alveg umpóluðust og urðu rauðir af illsku. Þetta er náðargáfa og Davíð hefur hana enn.

Nú verður líf og fjör. Það er af hinu góða.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og Haraldur ritstjórar Morgunblaðsins

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hafa nú verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Ekki er óvarlegt að hugleiða hvort Mogginn og Viðskiptablaðið verði sameinuð eður ei. Ráðningin markar endurkomu Davíðs í þjóðmálaumræðunni en í Hádegismóum fær hann eitt voldugasta plássið til skrifta. Væntanlega verða leiðaraskrifin úr Hádegismóum lesin með mun meiri áhuga en lengi áður.

Með þessum tilfærslum fylgja miklar uppsagnir. Þar fjúka margir af reyndustu starfsmönnum Morgunblaðsins í bland við þá sem hafa verið um skemmri tíma. Þetta eru umfangsmestu uppstokkanir á íslensku dagblaði árum saman. Það er greinilega verið að búa til nýtt blað í Hádegismóum með nýjum formerkjum.

mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafði Indriði trúnaðargögn fyrir allra augum?

Indriði við skriftir
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þarf að skýra frá því hvort það sé rétt að hann hafi skrifað trúnaðarskjal um viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave á fartölvu í flugvél Icelandair. Bergur Ólafsson, háskólanemi í Osló, á hrós skilið fyrir að segja frá þessu á bloggi sínu. Skrif hans hafa vakið verðskuldaða athygli.

Bergur gerir gott betur en segja frá þessu, hann birtir mynd af Indriða að skrifa og hann mun eiga myndband ennfremur af þessu. Indriði þarf því að skýra sitt mál. Eðlilegt er að hann tjái sig um það hvort hann sem nánasti trúnaðarmaður eins valdamesta stjórnmálamanns landsins sé að vinna trúnaðargögn fyrir framan fjölda fólks í flugvél.

Eins og flestir muna sakaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stjórnarandstöðuna í síðustu viku um að hafa lekið upplýsingum, eftir að svokölluð óformleg viðbrögð Breta og Hollendinga voru kynnt, sem um átti að ríkja trúnaður. Sé þetta rétt vissu flugfarþegar í kringum Indriða öll smáatriði málsins.

Indriði þarf að tjá sig. Sé frásögnin rétt, sem eðlilegt er að taka fullt mark á, þurfa leiðtogar stjórnarflokkanna að svara því hvort einhver trúnaður hafi verið um viðbrögð landanna, eða hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga innan ríkisstjórnarinnar sé almennt háttað.


Bloggfærslur 24. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband