Ætti þetta ekki að verða Eftirlitsstofnun ríkisins?

Vinstristjórnin með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar boða eftirlit með fjölmiðlum af hálfu ríkisins... svo öruggt sé að fjölmiðlarnir geri nú örugglega einhverja vitleysu. Þetta er eitthvað svo ekta vinstri að setja á fót svona eftirlitsbatterí... tilgangurinn er auðvitað alveg augljós.

Ætti þetta ekki frekar að heita Eftirlitsstofnun ríkisins en Fjölmiðlastofa... sem er btw lummó nafn....

mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes í Bónus kastar grjóti úr glerhúsi

Jóhannes Jónsson í Bónus ætti ekki að vera að kasta grjóti úr glerhúsi með því að tjá sig sérstaklega um ráðningu Davíðs Oddssonar með þeim ómerkilega hætti sem hann gerir. Orð hans um að Davíð sé óheilbrigður maður eru verulega ósmekkleg og honum ekki sæmandi, vilji hann yfir höfuð að einhver taki mark á honum.

En kannski er það óþarfi að einhver taki mark á Jóhannesi.... eflaust. Eins og staðan er í samfélaginu er það algjör óþarfi.

mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átakalínur og dramadrottningar

Ég óska nýjum ritstjórum Morgunblaðsins velgengni í verkefnum sínum. Blaðið er í eldlínunni með þá í frontinum. Allir fjölmiðlar vilja vera í sviðsljósinu.... Mogginn er sannarlega í sviðsljósinu nú. Hef haft eilítið gaman af dramadrottningum af báðum kynjum sem hafa farið af límingunum eftir að tilkynnt var um nýja ritstjóra í Hádegismóum.

Aldrei var hægt að búast við að allir séu sáttir, enda er Davíð Oddsson einn þeirra manna sem eru umdeildir, fyrst og fremst vegna þess að hann hefur skoðanir. Sumir hafa aldrei sætt sig við það.

Mikið væri lífið annars leiðinlegra ef enginn Davíð Oddsson væri til. Þeir eru samt margir sem elska að tjá sig um Davíð Oddsson og munu eflaust hafa gaman af því á næstunni.

Allir hafa skoðun á honum.... sá er lífsins gangur.

mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddsson mætir til Sölva

Sölvi Tryggvason, einn besti sjónvarpsmaður landsins, fær Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins, til sín í kvöld. Verður eflaust áhugavert og spennandi viðtal. Öruggt að allir horfa á það, enda hafa allir áhuga að heyra hvað Davíð hefur að segja eftir að hann tekur til starfa í Hádegismóum.

Sölvi hefur blómstrað eftir að hann var rekinn af Stöð 2 fyrir tæpu ári.... þegar Ísland í dag var Séðogheyrt-vætt. Þættir hans á Skjá einum hafa vakið mikla athygli og ekki óeðlilegt að Davíð mæti til hans, enda fór hann þar í mjög gott viðtal í sumar vegna Icesave-málsins.

mbl.is Davíð á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallærisleg ályktun hjá Blaðamannafélaginu

Ég tel að enginn sé ánægður með fjöldauppsagnirnar í Hádegismóum - þær eru hinsvegar leið eigenda til að snúa vörn í sókn í rekstrinum á erfiðum tímum. Ályktun Blaðamannafélagsins um málið er pínleg... allt að því hallærisleg. Stutt er síðan fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var látinn fara af Fréttablaðinu vegna sparnaðar eftir að hafa verið þar ritstjóri í rúm þrjú ár... af hverju ályktaði BÍ aldrei um hversu afleitt væri að sá maður væri þar?

Þorsteinn Pálsson var umdeildur stjórnmálamaður - honum mistókst að halda utan um þriggja flokka stjórn á sínum tíma og sprengdi hana með vandræðalegum vinnubrögðum. Ólafur Þ. Þórðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði forsætisráðherraferil hans reyndar dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar þá... en það er nú önnur saga.

Mér finnst það aumt að formaður Blaðamannafélagsins misnoti aðstöðu sína daginn sem hún er rekin og beiti félaginu fyrir sig með pólitískri ályktun. Af hverju var ekki ályktað svona vegna ritstjóraskipta á öðrum miðlum á síðustu árum, þegar ritstjórar komu og fóru vegna þess að eigendurnir settu þá af og völdu aðra í staðinn?

Er kannski ekki alveg sama hver á í hlut og hvern á að gagnrýna. Sumir hafa gleymt að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, var ritstjóri DV meðfram þingmennsku fyrir áratug... ekki var talað um það. BÍ er ekki samkvæmt sjálfum sér frekar en formaðurinn.

mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband