27.9.2009 | 18:24
5 ára stelpa stungin með eggvopni í Keflavík
Alveg hræðilegt... hvaða grimmdarhugur er að baki svona fólskuverki? Hvernig getur fullorðin manneskja gert barni þetta.... skelfilegt. Meira en lítið sjúk manneskja.
Á svona stundum er ekki nema von að maður hugsi hvað sé að gerast í þessu samfélagi.
![]() |
Telpan á gjörgæslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009 | 17:03
Ólafur Örn Nielsen kjörinn formaður SUS
Ég vil óska Ólafi Erni Nielsen innilega til hamingju með formennskuna í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Er ánægður með að það var kosið um formennskuna og tekist á - tel að það sé gott fyrir flokkinn og ungliðahreyfinguna að það sé líflegur slagur um forystuna.
Sýnir bara styrkleika og karakter fyrir ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Formannsslagur hefur ekki verið síðan í Eyjum 1999 og kominn tími til að það sé ekki beinlínis sjálfkjörið í þetta.
Fyrst og fremst þarf að efla starfið úti á landi og virkja betur tengslin við það sem gerist þar. Of mikið hefur verið af því að teknar séu einhliða ákvarðanir án þess að tala við landsbyggðina.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Efla þarf ungliðastarfið til muna og taka til hendinni. Ég treysti Óla og nýrri stjórn til að gera það sem gera þarf.
![]() |
Ólafur Örn kjörinn formaður SUS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2009 | 14:37
Roman Polanski á leið heim til Bandaríkjanna
Polanski vann samt sinn mesta sigur í Bandaríkjunum á þessum áratug í skugga þessarar fortíðar. Það var sögulegt þegar kvikmyndaakademían ákvað að verðlauna hann með leikstjóraóskarnum fyrir The Pianist. Umdeilt val... en samt sem áður traust. Myndin var stórfengleg og átti að mínu mati að vinna verðlaunin sem besta kvikmynd.... akademían var ekki tilbúin að ganga það langt. En Polanski hlaut uppreisn æru í kvikmyndaborginni og klapp á bakið þá.
Sumir voru eilítið hikandi þegar hann vann óskarinn... margir höfðu þá veðjað á að akademían myndi ekki þora að taka skrefið. Harrison Ford (sem lék í Frantic, mynd leikstjórans) afhenti verðlaunin en Martin Scorsese fékk marga í salnum þó til að rísa á fætur, eftir smáhik, og hylla leikstjórann, sem var heima hjá sér í París. Steve Martin átti einn besta brandara kvöldsins þegar hann sagði mjög afslappaður... Roman Polanski is here og öskraði svo grimmilega Geeeeet him... :)
Ekki er um það deilt að Roman Polanski er einn meistara nútíma kvikmyndagerðar... en hann er umdeildur meistari. Nú verður fróðlegt að fá svarið við hinni áleitnu spurningu undanfarinna ára... verður hann úthrópaður eða hylltur við heimkomuna sem perri eða meistari....
![]() |
Polanski verður framseldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2009 | 09:41
Lífsmark með Össuri í New York
Ekki hefur verið neinn dugur í þeim sem fara með völd hér á Íslandi að tala hreint út og reyna að tala máli Íslands, þegar þess er mest þörf. Þetta er fyrsta skiptið sem eitthvað heyrist annað en mjálm frá þessum stjórnvöldum. Össur þorði ekki að taka slaginn við Brown á leiðtogafundi NATÓ í vor þegar Jóhanna þorði ekki að fara til að hitta aðra þjóðarleiðtoga.
En þetta er samt allt frekar máttlaust. Össur hefur átt einhver samtöl í New York, enda kominn tími til að gera eitthvað annað en bíða og vona að hlustað sé á Íslendinga. Þegar stjórnvöld þora ekki að taka slaginn er ekki nema von að aðrir gangi á lagið og taki okkur í bóndabeygju.
![]() |
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2009 | 09:34
Snjóar á Akureyri
Vonandi mun sama gerast aftur nú... það hlýni aftur allavega í einhverjar vikur.
![]() |
Mikil hálka á Öxnadalsheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)