Jóhanna tekur loksins af skarið

Mikið var að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sýndi einhverja pólitíska forystu og talaði hreint út um samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Framkoma IMF við Ísland er óþolandi, stjórnvöld verða að vera ákveðin og taka málin traustum tökum í stað þess að bíða endalaust eftir einhverju sem kemur ekki af sjálfu sér. Þetta hefur verið stóra vandamálið mánuðum saman. Það hefur verið beðið og beðið eftir einhverju sem við þurfum sjálf að vinna í. Það hefur vantað forystu.

Skilaboð Jóhönnu um helgina voru fyrst og fremst að biðin gengi ekki lengur og alls óvíst væri orðið um Icesave-samninginn. Augljóst er að málið er komið í nýja stöðu ef lögfestir fyrirvarar Alþingis eru út af borðinu. Þá verður að vinna málið upp á nýtt. Við annað verður varla unað. Ef vinstristjórnin getur ekki landað þessu máli sem hún tók að sér með viðunandi hætti verður henni ekki sætt lengur.

Kannski er stóra niðurstaðan sú að vinstristjórnin höndlar ekki verkefnið. Nú ræðst hvort Jóhanna og Steingrímur geta komið málum á rekspöl... nú þegar ár er liðið frá hruninu virðist sem komið sé að örlagastund þegar kemur að forystu þeirra sem fengu afgerandi umboð til verka í vor.

mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband