Hvað varð um Svandísi Svavarsdóttur?

Svandís Svavarsdóttir kom eins og stormsveipur inn í þingflokk vinstri græna í vor og í kjölfarið beint í ríkisstjórn eftir þrjú ár í borgarstjórn. Síðan hefur hún algjörlega verið ósýnileg... látið sig hverfa og ekki verið sýnileg. Forðum daga var mikið rætt um Svandísi sem hugsanlegan formann vinstri grænna þegar Steingrímur J. hætti í stjórnmálum og hún ætlaði sér stóra hluti. Hún hefur hinsvegar ekki sýnt neitt á þau spil sín og verið einn ósýnilegasti nýliði í ríkisstjórn áratugum saman.

Ætli ein helsta ástæða þess sé að faðir hennar, Svavar Gestsson, var aðalmaður vinstri grænna í hinum afleita Icesave-samningi og skilaði svo afleitum árangri sem raun ber vitni? Það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann að vera sýnilegur þegar hann tengist svo mikið þeim sem stýrði hinni afleitu samningagerð. Varla hefur þátttaka hans verið góð pólitískt fyrir Svandísi.

Hún hefur enda varla lagt orð að mörkum í stjórnmálaumræðunni síðan hún var ráðherra og varla veitt viðtal... sama má reyndar segja um Katrínu Jakobsdóttur. Þær láta Steingrím rogast með byrðina væntanlega til að fá ekki kusk á sig. En þeir eru væntanlega vonsviknir sem kusu Svandísi inn á þing til að leika eitthvað lykilhlutverk.

mbl.is Óskar eftir frekari upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfsfeðgar stefna fréttastofu Stöðvar 2

Björgólfsfeðgar ætla nú að fara dómstólaleiðina til að fá fréttaflutning Stöðvar 2 um millifærslur af reikningum í Straumi til skattaparadísa dæmdan dauðan og ómerkan. Eflaust ætla þeir þar með að stinga ofan í við andstæðinga sína í fjölmiðlabransanum sem birt hafa fréttir um vinnubrögð þeirra og kenna fjölmiðlamönnum mikla lexíu.

Þessi fréttaflutningur er þess eðlis að heimildir hljóta að hafa verið traustar og því greinilegt að Stöð 2 hefur treyst þeim algjörlega. Fróðlegt verður að sjá hvort þeim takist að drepa þennan orðróm og fá uppreisn æru eftir erfiða tíð að undanförnu.

Væntanlega er þetta frekar persónuleg barátta frekar en viðskiptaleg, enda varla hægt að deila um það að veldi feðganna er nær algjörlega hrunin hér heima.

mbl.is Stefna fréttastjóra og fréttamanni Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurð eða ljótleiki

Mjög misjafnt hvernig fegurð er mæld. Hver hefur sína skoðun á því. Fegurð getur þó snúist upp í ljótleika á augabragði. Mér finnst fátt fagurt við horrenglur eða þá sem eru svo horaðir að sést í beinabygginguna á þeim. Sumir reyna svo mikið á sig fyrir fegurðina að þeir gleyma að fegurð getur verið margskonar fyrirbæri, ekki aðeins útlitslega. Innri fegurð er miklu mikilvægari þáttur persónuleikans.

Vissulega vekur athygli að í bandarísku tímariti sé valin fyrirsæta sem er engin horrengla og hefur þrýstnar línur - nýr tónn í því fyrirsætusamfélagi þar sem konur eru litnar hornauga ef þær eru ekki í stöðluðu formi horrenglunnar. Ágætt er að fólk staldri við og hugleiði hugtakið fegurð og hvort hægt sé að svelta sig til að öðlast hana.

mbl.is Þrýstnar línur vekja fögnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband