6.9.2009 | 16:10
Stiglitz ver krónuna - blendin ánægja með IMF
Viðtalið við nóbelsverðlaunahafann Joseph Stiglitz var mjög áhugavert svo sannarlega... gott upphaf á vetrinum hjá Agli Helgasyni í Silfrinu. Verð að viðurkenna að ég átti ekki von á svo jákvæðri umfjöllun um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hjá honum - auk þess var mjög merkilegt að heyra hann verja íslenska krónuna og bakka hana upp - taldi að evran myndi ekki henta okkur Íslendingum og að krónan væri að hjálpa okkur nokkuð við að takast á við kreppuna. Merkilegur punktur.
Eftir allar árásirnar og niðurrifsstarfsemina gegn gjaldmiðlinum var innlegg hans mjög athyglisvert og vekur spurningar um hversu margir hafa dregið krónuna niður bara með orðavali sínu. Fleiri hlusta af athygli á Stiglitz nú en áður.... forðum var fámennt á fyrirlestra hans hér og lítið um þá fjallað.
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og prófessor, hefur bent á að þegar hann kom á blómatíma útrásarinnar hafi verið fámennt á fyrirlestra þegar Hagfræðistofnun fékk hann til landsins. Nú er hlustað á hann... og það eðlilegt.
Eftir allar árásirnar og niðurrifsstarfsemina gegn gjaldmiðlinum var innlegg hans mjög athyglisvert og vekur spurningar um hversu margir hafa dregið krónuna niður bara með orðavali sínu. Fleiri hlusta af athygli á Stiglitz nú en áður.... forðum var fámennt á fyrirlestra hans hér og lítið um þá fjallað.
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður og prófessor, hefur bent á að þegar hann kom á blómatíma útrásarinnar hafi verið fámennt á fyrirlestra þegar Hagfræðistofnun fékk hann til landsins. Nú er hlustað á hann... og það eðlilegt.
![]() |
Segir AGS standa sig betur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 01:25
Upplausn og Icesave - hvað varð um Steingrím J?
Sífellt fleiri velta nú fyrir sér hvað hafi orðið um þann Steingrím J. Sigfússon sem var í stjórnarandstöðu árum saman og reif þá kjaft fullur vandlætingar þegar honum þótti tilefni til... ekki er það sami maður og situr á valdastóli í fjármálaráðuneytinu og lætur Samfylkinguna beygja sig í hverju málinu á eftir öðru. Nýjasta útspil Steingríms eru lítt duldar hótanir um að hér verði heimsendir takist ríkisstjórninni ekki að tryggja fyrirvörum Alþingis um Icesave stuðning erlendis.
Það yrðu aðallega endalok fyrir ríkisstjórnina - henni yrði ekki sætt lengur ef henni tekst ekki að festa í sessi afstöðu Alþingis með traustum vinnubrögðum í samskiptum við Breta og Hollendinga. Þá er fullreynt með samstarf þessara flokka og þeir mistekist í mesta lykilmáli Íslendinga áratugum saman. Auðvitað eiga íslenskir ráðamenn að tala við þessi stjórnvöld beint og reyna að landa málinu með beinni aðkomu en ekki sitja heima og bíða þess sem verða vill. Þetta er aumingjaskapur.
Vinstristjórnin hefur nú setið við völd í heila sjö mánuði. Hún hefur enn ekkert gert til bjargar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Hvað varð um skjaldborgina um heimili landsins sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talaði svo digurbarkalega um við upphaf stjórnarsamstarfsins í febrúar? Aðeins hefur verið lengt í hengingaról fjölmargra en ekkert markvisst verið gert. Enda tala gárungarnir um að Jóhanna hafi verið að tala um gjaldborg heimilanna.
Brátt stendur vinstristjórnin frammi fyrir því að taka af skarið um hvort hún tekur stöðu með heimilunum í landinu eður ei. Hún hefur enn ekki gert það eftir sjö mánuði og ekki líklegt að það gerist ef marka má undirlægju Samfylkingarinnar í fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ er aðeins boðið upp á hótanir til þeirra sem eru að sligast.
Það yrðu aðallega endalok fyrir ríkisstjórnina - henni yrði ekki sætt lengur ef henni tekst ekki að festa í sessi afstöðu Alþingis með traustum vinnubrögðum í samskiptum við Breta og Hollendinga. Þá er fullreynt með samstarf þessara flokka og þeir mistekist í mesta lykilmáli Íslendinga áratugum saman. Auðvitað eiga íslenskir ráðamenn að tala við þessi stjórnvöld beint og reyna að landa málinu með beinni aðkomu en ekki sitja heima og bíða þess sem verða vill. Þetta er aumingjaskapur.
Vinstristjórnin hefur nú setið við völd í heila sjö mánuði. Hún hefur enn ekkert gert til bjargar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Hvað varð um skjaldborgina um heimili landsins sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talaði svo digurbarkalega um við upphaf stjórnarsamstarfsins í febrúar? Aðeins hefur verið lengt í hengingaról fjölmargra en ekkert markvisst verið gert. Enda tala gárungarnir um að Jóhanna hafi verið að tala um gjaldborg heimilanna.
Brátt stendur vinstristjórnin frammi fyrir því að taka af skarið um hvort hún tekur stöðu með heimilunum í landinu eður ei. Hún hefur enn ekki gert það eftir sjö mánuði og ekki líklegt að það gerist ef marka má undirlægju Samfylkingarinnar í fjármálaráðuneytinu. Þar á bæ er aðeins boðið upp á hótanir til þeirra sem eru að sligast.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 00:45
Norsk heppni - klúður hjá íslenska liðinu
Hrein hundaheppni var hjá Norðmönnum að ná jafntefli við íslenska liðið í kvöld. Íslenska liðið átti að taka þennan leik og landa sigri, sannkallað klúður fyrst og fremst. Sérstaklega vont að sjá Veigar Pál skjóta í stöngina í blálokin, færi sem átti að verða tryggt mark.
En heppnin var ekki í liði með Íslendingum að þessu sinni, frekar en oft áður hjá karlalandsliðinu. Vonandi gengur betur næst. En strákarnir mega sannarlega eiga það að þetta var besti leikur þeirra lengi. Þeir eiga hrós skilið fyrir það.
En heppnin var ekki í liði með Íslendingum að þessu sinni, frekar en oft áður hjá karlalandsliðinu. Vonandi gengur betur næst. En strákarnir mega sannarlega eiga það að þetta var besti leikur þeirra lengi. Þeir eiga hrós skilið fyrir það.
![]() |
Norðmenn sluppu fyrir horn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)