Svansí í pólitíkina

Ég er mjög ánægður með að Svanhildur Hólm Valsdóttir hafi ákveðið að fara aftur í pólitíkina með því að taka við framkvæmdastjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn er mjög lánsamur að hafa fengið hana til liðs við sig. Innst inni hef ég alltaf viljað fá Svansí aftur í pólitíkina, hún er beittur penni og traust í sínum verkum.

Helst hefði ég viljað fá Svansí í framboð fyrir síðustu alþingiskosningar... ofarlega á framboðslista Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi. Ég vona að þetta gefi fyrirheit um að hún fari í framboð í næstu þingkosningum. Okkur vantar traust og gott fólk á borð við hana í pólitíkina.

mbl.is Svanhildur til Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankanafnið er orðið ónýtt vörumerki

Augljóst er að Landsbankanafnið á sér enga möguleika. Eins og ég benti á í október 2008 er gamla góða nafnið, sem á sér rúmlega 120 ára sögu, búið að vera, er orðið ónýtt í umróti síðustu mánaða. Ekki er hægt að byggja banka til framtíðar á nafni sem hefur verið á hryðjuverkalista, við hliðina á Al-Qaeda, Súdan, Zimbabwe, Talibönum, Búrma og N-Kóreu.

Sá banki á sér enga framtíð, þó tilkynnt hafi verið að hann sé farinn af listanum. Orðsporið er ónýtt og verður að byggja nýja undirstöðu. Þetta eru sorgleg endalok fyrir vörumerki sem þótti traustast í íslensku bankakerfi fyrir nokkrum misserum.

Þó ansi mörg íslensk vörumerki séu búin að vera eftir íslensku útrásina á alþjóðavettvangi er, tel ég, sárast að Landsbankanafnið renni í sandinn - vörumerki sem stóð alla tíð fyrir trausta og stönduga bankastarfsemi fram að útrás.

mbl.is Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgvin G. tekur slaginn gegn nafnlausu níði

Ég er sammála Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um nafnlaus skrif á netinu. Fyrir löngu er kominn tími til að talað sé opinskátt um þá aumingja sem geta ekki staðið við ómerkileg skrif með nafni sínu og vilja spila sig mjög merkilega undir nafnleyndinni - ganga alltof langt. Þeir eru margir svörtu sauðirnir í bloggsamfélagi Íslands, eins og annarsstaðar sennilega í samfélaginu, sem koma óorði á skrif á netinu.

Fjarri er að allir nafnleysingjar bloggi ómerkilega, sumir þeirra vanda sig mjög vel og geta notað nafnleyndina heiðarlega og vega ekki að öðrum úr launsátri. En þeir sem það gera eyðileggja fyrir öllum hinum með ómerkilegum skrifum sínum. Þeir sem geta skrifað af ábyrgð, sýnt allavega lágmarks virðingu, þó oft séu ekki allir sammála um grunnatriði lífsins, verða alltaf miklu traustari í sinni tjáningu.

Fjarri er að ég sé stuðningsmaður Björgvins né heldur hafi verið sáttur við öll verk hans á ráðherrastóli. En skrif hans um nafnlaus skrif eru góð - mikilvægt að þau séu hugleidd vel.

mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband