9.9.2009 | 23:53
Sigurði sparkað - vinstrierjur á Álftanesi
Seint verður sagt að það komi að óvörum að Sigurði Magnússyni hafi verið sparkað af bæjarstjórastóli á Álftanesi. Vinstristjórnin þar hefur verið stjórnlaus og hvorki getað stjórnað Álftaneslistanum og hvað þá sveitarfélaginu - þar hefur verið stjórnarkreppa í allt sumar og í raun verið frekar vont andrúmsloft meginhluta kjörtímabilsins... erjur innan meirihlutans hafa sligað sveitarfélagið og þar er algjört stjórnleysi nú í boði vinstrimanna.
Svona staða er ömurleg fyrir eitt sveitarfélag - þegar eitt framboð getur ekki höndlað umboð bæjarbúa og komið sér saman um aðgerðir eða vinnubrögð er eðlilegt að aðrir taki við. Bæjarstjóranum hefur mistekist að leiða þennan hóp og fær reisupassann. Stutt er til kosninga og vont að meirihlutinn sem vann með þremur atkvæðum í kosningum 2006 hafi ekki ráðið við verkefnið.
Þetta er vandræðalegt fyrir þennan hóp og leitt fyrir sveitarfélagið að búa við stjórnleysi of lengi. Verst af öllu er ef enginn meirihluti er fyrir hendi og þörf á stjórnleysi allt fram í júní þegar ný bæjarstjórn tekur við völdum. En þetta er sameiginlegt átak vinstrimannanna - aðrir koma þar ekki nærri.
![]() |
Sigurður lætur af störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 16:46
Heldur Guðmundur að fólk sé heimskt?
Þetta er ekki eina málið af þessum toga - við erum öll að verða vön að fá skammt hér og þar af vinnubrögðunum bakvið tjöldin. Þetta mál í SPRON er eitt af mörgum, en með þeim óhuggulegri.
![]() |
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 14:29
Fjármálaeftirlitið fær ekki að skjóta sendiboðana
Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.
Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið falin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.
![]() |
Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 00:59
Er vinstristjórnin á Álftanesi fallin?
Auðvitað er það erfitt fyrir eitt sveitarfélag að horfa upp á aðra eins sundrung eins stjórnmálaframboðs og þessa Álftaneslista. Vandræðalegt er þegar menn geta ekki klárað kjörtímabilið sem þeir hafa verið kjörnir til, þó vissulega með mjög naumum meirihluta. En eftir átökin í þessu sveitarfélagi og allt sem á undan er gengið þarf varla að koma að óvörum að þeim hafi mistekist að klára árin fjögur.
Vonandi fá íbúar þarna betri stjórn og farsælli en þá sem ráðið hefur för og er fyrir nokkru komin út í skurð.
![]() |
Bæjarstjóraskipti á Álftanesi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |