Gömlu kommarnir drottna í ríkisstjórninni



Seint verður sagt að þessi vinstristjórn sé fersk eða standi sig við að taka á vanda þjóðarinnar. Hún virðist helst vera stöðnuð eða ekki með þetta, eins og við segjum.

Þessi klippa á ÍNN segir allt um þessa vinstristjórn sem er sofandi á vaktinni og virðist helst vinna gegn þjóðarhagsmunum og vanmáttu að takast á við vandann.

Ljósi punkturinn í söngvakeppninni



Seint verður sagt að söngvakeppnin hafi byrjað fersk og skemmtileg um síðustu helgi, lögin frekar léleg, utan fyrsta lagið sem var allavega yfir meðallagi tónsmíð. Kynnarnir slógu einna helst í gegn og voru ljós punktur. Skemmtileg staðreynd að þær eru báðar ófrískar og eiga von á barni í sumar. Óska þeim innilega til hamingju með það.

Ætla samt rétt að vona að það lifni yfir þessari söngvakeppni á næstunni. Þó flestir viti að erfitt verði að slá við silfri Jóhönnu Guðrúnar er vonandi að lögin verði betri en þau sem voru um síðustu helgi. Svo er líka að vona að bakraddasöngvarar sem eiga að vera í aðalhlutverki syngi lögin í stað viðvaninga.

Heyrði áðan lag Hvanndalsbræðra, sem verður um helgina, og fannst það traust og gott. Spái að því muni ganga vel, allavega eitthvað að gerast í því lagi.

mbl.is Ragnhildur Steinunn og Eva María óléttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi prófkjör

Get ekki betur séð en það stefni í líflegt og spennandi prófkjör hjá okkur sjálfstæðismönnum á Akureyri í næsta mánuði. Sigrún Björk er óumdeildur leiðtogi flokksins í væntanlegum kosningum en mestu átökin verða um annað sætið, en hið minnsta fimm frambjóðendur munu berjast um það sæti.

Mikil uppstokkun verður á framboðslistanum, en tveir bæjarfulltrúar kjörnir 2006 fara ekki aftur í framboð og af tíu efstu á framboðslistanum 2006 eru aðeins þrír í prófkjörinu. Þetta prófkjör markast því fyrst og fremst af uppstokkun á forystusveit flokksins.

Líst mjög vel á að fá Björn Ingimarsson, hagfræðing, í bæinn og tel hann sterkasta karlframbjóðandann í þessu prófkjöri, að öðrum ólöstuðum, enda hefur hann mikla reynslu og þekkingu eftir margra ára störf sem sveitarstjóri fyrir austan.

Þarna eru líka öflugar konur á borð við Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem stóð sig vel í prófkjöri fyrir síðustu þingkosningar, Elínu Margréti Hallgrímsdóttur, sem hefur setið í bæjarstjórn síðustu fjögur ár, og Huld Ringsted sem kemur fersk inn.

Óska öllum frambjóðendum velfarnaðar í þeim átökum sem eru framundan. Það er mikið verkefni að vera í prófkjöri og í mörg horn að líta. En fyrst og fremst virðist þetta prófkjör um annað sætið. Örlög annarra ráðast af þeirri niðurstöðu.

mbl.is Þrettán bjóða sig fram á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband