Blóðugur niðurskurður hjá RÚV

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu er ansi blóðugur og ber þess merki að Kastljósið verður gengisfellt gríðarlega og fréttaumfjöllun verði skorin niður. Þórhallur Gunnarsson hefur greinilega ekki séð sér fært að standa að þessum róttæku breytingum og hefur gengið á dyr, ekki treyst sér í það verkefni.

Ekki stóð það lengi að Sjónvarpið væri með fréttaskýringaþátt. Fréttaaukinn með Elínu Hirst er sleginn af og henni vísað á dyr og flaggskipið í kvölddagskránni veikt gríðarlega í sessi og glamúrinn tekinn úr þættinum auk þess sem svæðisstöðvarnar fá nokkurn skell, rétt eins og í síðustu niðurskurðaráformum.

Auðvitað þarf þetta ekki að koma að óvörum. Niðurskurður hefur verið mikill í fjölmiðlabransanum að undanförnu og ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan Morgunblaðið fór í sársaukafullan niðurskurð og sagði upp fjölmörgum reyndum blaðamönnum, sumum eftir áratugalöng störf.

Auðvitað eru þetta vondar fregnir fyrir þá sem vilja traustar og góðar fréttir, vandaða fréttaumfjöllun. Hún verður illa úti í þessu árferði og auðvitað ömurlegt að það sé ráðist að góðri dagskrárgerð.

Niðurskurður og hagræðing verður einkennisorð fjölmiðla á næstunni, eins og víða annarsstaðar. Með því er auðvitað ljóst að gæði dagskrár minnkar og ekki er sjálfgefið að við fáum sömu góðu þjónustu og áður var.

mbl.is Margir missa vinnuna á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramatískt jafntefli - skelfilegt klúður

Maður er eiginlega orðlaus eftir að hafa horft á íslenska landsliðið klúðra sínum málum með því að missa sigurleik úr höndunum á síðustu sekúndur og það annan leikinn í röð. Eitthvað er stórlega að hjá liðinu: það vantar leikgleðina og neistann í liðið. Sóknin og vörnin eru bæði í tómu tjóni og veruleg veikleikamerki á liðinu. Þegar íslenska landsliðið getur ekki tæklað það austurríska er eitthvað stórlega að.

En það verður að vona það besta þó allt sé í tómu tjóni hjá landsliðinu. Nú verður að stóla á sigur gegn Dönum. En þá verður allt að ganga upp og laga þá miklu veikleika sem eru á liðinu eftir tvö flopp í röð, þegar það spilar sigri úr höndunum á sér, hreinlega leikur sér að því að klúðra málum. Þvílík vonbrigði. Nú verður liðið að taka sig á og reyna að bjarga málunum.

Nú er að duga eða drepast...


mbl.is Klúðruðu stigi í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband