Kolsvört skýrsla rannsóknarnefndar í sjónmáli

Ég hef aldrei efast um að rannsóknarnefnd Alþingis vinni heiðarlega og traust að málum. Orðspor þeirra og trúverðugleiki er jú undir. Hef enga ástæðu til að ætla að vandað fólk leggi sig að veði fyrir vonda skýrslu. Enda kallar þjóðin eftir því að hreinsað verði til og stokkað upp - skýrslan verður að gefa fólki trú á að hún sé upphaf nýrra tíma.

Held að þessi skýrsla verði svartari og meira afgerandi en flestir gera sér grein fyrir. Enda gefa ummæli aðstandenda skýrslunnar fullt tilefni til þess að svo verði. En þetta verður svart, svosem ekki tilefni til annars þegar annað eins hrun hefur sligað heila þjóð.


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslu rannsóknarnefndar frestað

Vissulega eru mikil vonbrigði að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis frestist um nokkrar vikur. Mest er þó um vert að skýrslan verði vönduð og vel úr garði gerð og taki á öllum þáttum málsins. Frestun í örfáar vikur eru smámunir miðað við mikilvægi þess að hún verði traust og afgerandi úttekt á hruninu og eftirmálum þess. Biðin er því merki um vönduð vinnubrögð frekar en eitthvað óeðlilegt sé um að ræða.

Enda er augljóst af ummælum Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar að skýrslan verður svört og mun taka á öllum lykilatriðum málsins. Enginn dregur það í efa að hún verði afgerandi, held að enginn eigi von á kattarþvotti eða útúrsnúningum. Slíkt mun aldrei gera sig í þeirri stöðu sem við blasir og töfin er merki um viðbótarferli sem skiptir máli mun frekar en eitthvað annað.

mbl.is Skýrslan frestast enn lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband