Strákarnir valta yfir rússneska björninn í Vín

Mikið innilega var það nú sætt og gott að sjá íslenska liðið leggja rússneska björninn að velli áðan. Sætur sigur, glæsilegur árangur hjá strákunum. Þvílíkt burst! Er ekki réttast að tala um rússneska bangsann núna? Við sýndum það á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst 2008 að rússarnir hafa ekkert í okkur að segja þegar liðið er í þessu stuði. Leikgleðin og krafturinn skín af liðinu.

Þetta er enn eina góða hefndin fyrir fyrri tapleiki gegn Rússum, sérstaklega þegar þeir slógu okkur út úr HM á heimavelli fyrir fimmtán árum, vorið 1995. Sigurinn getur varla verið sætari og átta marka sigur er þvílíkt egó-búst fyrir leikinn gegn Norsurunum á fimmtudag.

Tær snilld að sjá ungu strákana fá tækifæri. Aron er að glansa á þessu móti, kemur sterkur til leiks, og flott að sjá Ólaf fá séns. Liðið er í góðum takti núna og nú er bara að stefna alla leið í undanúrslit og taka medalíu, helst gullið.

Einn sigurinn enn þjappar þjóðinni saman, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu...

mbl.is Átta marka sigur á Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband