Dramatík á Bessastöðum

órg
Ólafur Ragnar Grímsson heldur þjóðinni í spennu og augljóst að dramatíkin verður algjör á Bessastöðum í fyrramálið sama hvað hann gerir. Karlinn kann þetta eftir margra áratuga plott og pælingar í íslenskum stjórnmálum, en biðin hefur verið ansi löng að þessu sinni og aðdragandi tilkynningar minnir um margt á biðina eftir ákvörðun hans um fjölmiðlalögin.

Forsetinn verður úthrópaður sama hvort hann staðfestir eða synjar Icesave-lögunum. Forsetaembættið verður þó umfram úthrópað fari hann gegn þjóðinni sem hefur skorað á hann að synja þessum lögum staðfestingar. Held að Ólafur Ragnar eigi erfitt með að fara gegn eigin orðum frá árinu 2004 - hann verður algjört lame duck á forsetastóli geri hann það.

Ólafur Ragnar hefur margoft sýnt að hann er um margt óútreiknanlegur. Hann hefur ekki verið í öfundsverðri stöðu að undanförnu eftir að útrásardekrið sprakk framan í hann. Nú reynir á hvort hann þorir að fara gegn valdinu sem hann talaði svo afgerandi gegn á nýársdag og bauð byrginn árið 2004.

Þetta er sumpart spurning um hvort forsetinn þorir að fara eigin leiðir, fylgja þjóðinni eða stjórnmálamönnum.

mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband