Breska pressan farin að átta sig á staðreyndum



Mér finnst það mikið áfall fyrir vinstristjórnina að Financial Times og Independent taki málstað Íslendinga eftir hræðsluáróður hennar eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögum staðfestingar. Engin innistaða var fyrir því glamri sem Jóhanna og Steingrímur stóðu fyrir á blaðamannafundi á þriðjudag, afleikur þeirra verður lengi í minnum hafður.

Það kristallast vel í leiðaraskrifum í bresku pressunni í dag að æ fleiri hafa áttað sig á staðreyndum málsins og skilja afstöðu Íslendinga æ betur í þessari þröngu stöðu. Forseti Íslands vann málstað Íslendinga fylgis með góðri frammistöðu sinni í gærkvöldi og bætti mjög fyrir afleita frammistöðu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Hræðsluáróður þeirra talaði Íslendinga aðeins niður. Þar var ekki hugsað um íslenska hagsmuni. En hvað varð um dómsdagsspár vinstristjórnarinnar á þriðjudag. Ekki sjást þær altént í bresku pressunni í dag. Sumir verða að fara að hugsa sinn gang tel ég!

mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband