Hattersley snuprar Íslendinga venju samkvæmt

Ekki kemur að óvörum að Roy Hattersley, lávarður og fyrrum varaleiðtogi breska Verkamannaflokksins, snupri íslensku þjóðina í greinaskrifum vegna Icesave. Hattersley vann ötullega gegn Íslendingum í þorskastríðunum fyrir nokkrum áratugum og var einn helsti lykilmaðurinn í því ferli að ganga harkalega að Íslendingum í harðri og ófyrirleitinni rimmu. Hann er samt illa marinn eftir þá rimmu og hefur ekki gleymt þrjósku Íslendinga sem betur fer.

Hafi einhver Íslendingur ekki munað eftir þorskastríðunum eða kannski gleymt þeim rifjast þau upp í þessari nýju millilandarimmu við Bretland í Icesave-málinu. Nú er ekki barist um veiðar á þorski heldur yfirráð yfir peningum. Sumir kalla þetta þorskhausastríð, til að finna einhvern fyndinn punkt á þessu, en ég tel að þetta sé spurning um hvort Íslendingar láta valta yfir sig. Komið hefur í ljós eftir synjun forseta að eftir því sem staðreyndir málsins eru kynntar betur styrkist staða okkar.

Ég hef heyrt margar sögur um þorskastríðin. Ef við hefðum lympast niður og gefið eftir hefðum við ekki náð yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og tryggt stöðu okkar. Við börðumst, tókum slaginn við stórt ríki sem ætlaði að níðast á okkur og taka okkur á hörkunni. Þar var ekki hugsað að neinu leyti um okkar lífsafkomu. En við börðumst áfram og unnum sigur á hörkunni. Gáfum ekki þumlung eftir og við áttum öfluga menn til að leiða okkur til sigurs.

Nú er staðan þannig að forystumenn íslensku vinstristjórnarinnar hljóma jafn breskir og ófyrirleitnir og þessi breski Hattersley gerði forðum daga og gerir enn. Engu er líkara en þetta fólk sé á mála hjá Bretum - enda hafa þau haldið illa á málum, ekki talað hagsmunum Íslands nægilega vel.

mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband