Eigandinn styrkir Fréttablaðið - er sálan föl?

Enginn vafi leikur á því að ráðning Ólafs Stephensen sem ritstjóra Fréttablaðsins muni styrkja blaðið. Þessi ráðning hefur í raun verið í kortunum síðan Ólafur hætti á Mogganum, enda vildu eigendurnir meiri þungavigt á blaðið en hefur verið, enda hefur verið frekar raunalegt að fylgjast með fólki utan úr bæ skrifa ritstjórnargreinar í stærsta dagblað landsins. Ritstjórnin virðist ekki hafa verið öflug þegar leita þarf radda utan úr bæ til að skrifa greinar fyrir hana á síðum blaðsins.

Jón Kaldal sem löngum var nefndur Jón Ásgeir Kaldal var hollur eigendum sínum og blaðsins, en það virtist ekki duga til fyrir hann. Þessi stefnubreyting sem á sér stað á blaðinu er sumpart bæði pólitísk og viðskiptaleg... til marks um hvaða hópa eigandinn vill vingast við og reyna að efla... ESB-armur sjálfstæðismanna fær nú málpípu á dagblaði, en ESB-erindið hafði verið öflugt á Mogganum í ritstjóratíð hans.

Jón Ásgeir er í vondri stöðu og þarf örugglega öflugari málsvara í pressunni en verið hefur. Ég vona að nýji ritstjórinn hafi ekki selt sálu sína við þessar breytingar. Þó ég hafi stundum verið ósammála honum hef ég alltaf talið hann góðan penna og flottan fjölmiðlamann.

mbl.is „Ég var rekinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband