Steingrímur J. í fýlu vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Steingrímur J. Sigfússon varð sér til skammar í morgun með því að svara því ekki afdráttarlaust hvort hann ætli að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir átta daga. Mér finnst það alvarlegt mál þegar einn valdamesti ráðherra þjóðarinnar er í fýlukasti yfir því að þjóðin fái að kjósa um þetta hitamál, sem er stærra en spurningin á kjörseðlinum, og getur ekki svarað hvort hann muni yfir höfuð mæta á kjörstað og greiða atkvæði.

Var það ekki annars þessi ráðherra og vinstri grænir sem stjórnmálasamtök í heild sinni sem hefur talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum, að kosið verði um hitamál og valdið fært til þjóðarinnar? Af hverju kemur það samt ekki á óvart að þetta prinsipp sé gufað upp? Jú, þessi ráðherra og þessi flokkur hafa beygt allar sínar hugsjónir og skoðanir fyrir völd á mettíma og eru að verða ansi afkáraleg í öllum helstu lykilmálum.

Ráðherrann í fýlukastinu á vissulega mjög bágt. Það er örugglega erfitt að gera sér grein fyrir því að þjóðin hefur valdið og séu að fara að senda honum skilaboð um að hann hafi brugðist, fært þjóðinni heim lélegan samning og reynt að vinna gegn íslenskum hagsmunum. Að því leyti er þessum manni vorkunn.

mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband