Þjóðin á að fá að kjósa um Icesave

Ömurlegt er að fylgjast með fálmkenndum tilraunum Jóhönnu og Steingríms til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag um Icesave. Samninganefndin á nú að koma heim, gefa frat í þessar viðræður þar sem ekkert alvöru er í því sem er á borðinu.

Bretar og Hollendingar eru dauðhræddir við að kosningin fari fram, enda verður það heimsfrétt synji yfir 70% þjóðarinnar afleitum Icesave-samningi Svavars Gestssonar, sem vinstriflokkarnir lögðu allt kapítal sitt í að koma í gegnum þingið fram að áramótum.

Nú er komið að þjóðinni, hún á að fá að kjósa. Engan skrípaleik með lýðræðið, takk fyrir! Þó vinstrimenn séu við völd og sýni hversu lélegir lýðræðissinnar þeir eru í raun.

 


mbl.is Bretar vilja ræða málin áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband