Sjálfstortímingarherferð Jóhönnu og Steingríms

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon fremja pólitískt harakírí með því að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Af hverju geta þau ekki brotið odd af oflæti sínu, viðurkennt alvarleg mistök í Icesave-málinu og játað á sig pólitísk afglöp? Þau geta sagt að þau hafi ekki vitað betur þegar þau komu afleitum samningi í gegnum þingið með hótunum og yfirgangi. Þjóðin veit að samningaferlið síðustu mánuði var eitt stórt feitt klúður. Því verður ekki lengur neitað.

Með því að sitja heima gefa þau lýðræðislegu ferli fingurinn, gefa skít í þjóðina. Þetta eru alvarleg skilaboð en samt eitthvað svo týpískt. Ekki er nóg með að þau hafi unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar fyrir pólitíska hagsmuni sína, bæði til að tryggja þessa lánlausu vinstristjórn og ESB-aðildarviðræðurnar lánlausu sem voru feigar þegar í upphafi.

Ekkert pólitískt afl er lengur á bakvið aðildarviðræðurnar og þessi vinstristjórn heyrir í raun sögunni til, sem versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar hvorki meira né minna. Þegar leiðtogar stjórnarflokkanna skynja ekki lengur hvað þjóðin vill, hlustar ekki, vill ekki viðurkenna augljós mistök og bæta fyrir þau er illa komið málum... fyrir þau, ekki þjóðina.

Tel reyndar að þessi lánlausa vinstristjórn hafi drepist þegar Ögmundur fór úr henni... síðan hefur hún hvorki verið fugl né fiskur... hálfgerður bastarður sem engu hefur komið í gegn og verið taktlaus og máttlaus. Öllum væri fyrir bestu ef þessu rándýra stjórnunarnámskeiði fyrir vinstriflokkana og tvö pólitísk gamalmenni myndi ljúka sem allra fyrst.

mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband