Hversu lengi mun brandarinn endast hjá Jóni?

Jón Gnarr gerir góðlátlegt grín að stöðu Reykjavíkurborgar og velgengni sinni í skoðanakönnunum í viðtölum kvöldsins. Spurt er, hversu lengi mun þessi brandari endast hjá Besta flokknum? Varla er það raunhæft að hlæja sig út úr kreppunni - takast á við erfið viðfangsefni með því að snúa því upp í brandara, þó vissulega sé það skemmtilegt um stundarsakir.

Ansi margir hafa ekki gert sér grein fyrir því að atkvæðið er til fjögurra ára, ekki verður tjaldað til einnar nætur með Besta flokknum komist hann til valda. Allir heimsins brandarar verða súrir og hversdagslegir þegar til alvörunnar kemur.

En kannski verður brandarinn nógu traustur til að lifa af lokaviku kosningabaráttunnar... varla verður það langvinn gleði þegar á hólminn kemur.

mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband