Reyknesingar missa enn einn þingmanninn

Hjálmar Árnason Með brotthvarfi Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, úr stjórnmálum stefnir í að Reyknesingar missi einn þingmanninn enn. Það hefur vakið nokkra athygli hve Reyknesingum hefur gengið illa í prófkjörum flokkanna fyrir þessar kosningar. Það stefnir í að mjög fáir Reyknesingar eigi von á þingsæti og sitji á þingi eftir 12. maí nk.

Eins og flestir muna gekk Reyknesingum ekkert sérstaklega vel í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í nóvember. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, féll í prófkjörinu og auk þess vakti athygli að frambjóðendum frá Reykjanesi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins gekk ekki vel, ef undan er skilin Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem virðist eiga bestan séns Reyknesinga á þingsæti nú.

Hjálmar Árnason virtist fara í leiðtogaframboð hjá Framsóknarflokknum til að reyna að bæta hlut Reyknesinga á framboðslistum. Sú var ein helsta ástæðan sem hann nefndi er hann ákvað framboð fyrir jólin gegn Guðna Ágústssyni. Kannski má telja að það hafi alltaf verið ótrúleg bjartsýni að halda að hann gæti fellt Guðna, sem er sitjandi varaformaður og sá ráðherra framsóknarmanna sem lengst hefur nú setið eftir brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. En hann tók áhættuna án þess að hika.

Hjálmar kvaddi stjórnmálin í kastljósi fjölmiðla í kvöld. Merkileg endalok á stjórnmálaferli hans að mínu mati. Dramatísk endalok umfram allt. Hann kvaddi með þá Guðna og Bjarna sér til beggja hliða. Svipur Guðna vakti sennilega meiri athygli en svipur Hjálmars sem var að kveðja. Táknrænn kuldi á mögnuðu fjölmiðlamómenti.

mbl.is Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband