Ísland áfram - glæsilegt hjá Heru Björk



Við getum verið stolt af Heru Björk og hennar hópi með árangurinn í kvöld. Þau áttu glæsilega frammistöðu á sviðinu í Telenor-höllinni, voru alveg í sérflokki. Þriðja árið í röð kemst íslenski hópurinn áfram í keppninni, ógæfan mikla á árunum 2005-2007 er öllum gleymd og allir í sæluvímu núna.

Þetta er líka glæsilegt fyrir Heru, eftir að hafa orðið fyrir neikvæðum röddum, bæði með að lagið væri kópering af framlaginu 2008 og illum röddum að hún myndi ekki komast áfram, lagið væri klisja og hvað eftir öðru var sagt.

Nú er bara að vonast eftir góðu gengi á laugardaginn. Það að komast áfram er þó stór sigur út af fyrir sig og bætir upp allt hið neikvæða í samfélaginu um þessar mundir.

Það verður þjóðargleði á laugardag og partý um allt, sama hvernig Eurovision og kosningar fara. Flott blanda reyndar. :)

mbl.is Erum í hamingjukasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband