Afsögn Steinunnar Valdísar - pressan eykst

Afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur af þingi ætti varla að vera stórtíðindi... um nokkurra vikna skeið hefur verið ljóst að pólitískum ferli hennar væri lokið vegna styrkjamálsins og staða hennar innan Samfylkingarinnar væri svo til vonlaus. Forysta flokksins í borg og á þingi sneri við henni baki og setti pressu á hana, svo hún yrði fallkandidat flokksins í hrunkaflanum ásamt Björgvini G, sem greinilegt er að fórna á líka til að bjarga öðrum forystumönnum flokksins sem reyna að verjast falli.

Með afsögn sinni eykur Steinunn Valdís pressuna á aðra sem hafa verið í sviðsljósinu eftir hrunskýrsluna og styrkjaumræðuna. Afsögnin magnar ófriðarbálið gagnvart öðrum sem hafa staðið veikt og hafa misst stuðning og styrk innan flokka sinna. Eflaust hefur Steinunn metið stöðuna vonlausa. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík sem eiga mjög undir högg að sækja höfðu beinlínis óskað eftir afsögninni með þöglum stuðningi flokksforystunnar.

En styrkjamálum lýkur ekki með afsögn Steinunnar Valdísar. Hún eykur hinsvegar enn frekar kröfuna um uppgjör eftir hrun og þeir sem veikast standa axli sína ábyrgð. Er það vel.

mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband