Nú hefst fjörið fyrir alvöru hjá Jóni Gnarr

Ég vil óska Jóni Gnarr innilega til hamingju með borgarstjórastólinn. Hann er einn allra besti leikari landsins og hefur margoft sannað snilld sína á þeim vettvangi - öll virðum við mikils túlkun hans í Vaktarseríunum og Bjarnfreðarsyni þar sem hann skapaði einn margflóknasta karakter í dramatík og gríni í sögu íslensks leikins efnis.

Sem stjórnmálamaður er hann hinsvegar óskrifað blað... fyrir utan nokkra brandara hefur fátt markvert komið frá honum á þeim vettvangi og öll viljum við fara að sjá meira, tel ég. Nú fær hann að láta ljós sitt skína og hefur Dag B. Eggertsson, hundrað daga borgarstjórann, með sér sem varaskeifu, hvorki meira né minna.

En nú hefst fjörið fyrir alvöru hjá Jóni. Nú verður hann að fara að tala eins og stjórnmálamaður og taka erfiðar ákvarðanir. Það er ekkert grín oftast nær.

Er eitthvað á bakvið brandarann? Það verður fróðlegt að sjá borgarstjóravakt Jóns, þar sem hann hefur lúserana í Samfylkingunni sem varaskeifur.

mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband