Eygló Harðar sendir Birna Inga tóninn

Eygló Harðardóttir Snörp umræða er nú hafin um það hver muni skipa þriðja sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eftir ákvörðun Hjálmars Árnasonar um að afþakka það og hætta í stjórnmálum. Þær bollaleggingar sem fóru á fullt eftir úrslitin um að Reyknesingur þyrfti að skipa sætið fer greinilega illa í bloggvinkonu mína, Eygló Harðardóttur, varaþingmann flokksins, sem hlaut fjórða sætið í kosningunni og ætti að öllu eðlilegu að færast upp í það þriðja. Í sama tilfelli í Norðvesturkjördæmi, er Kristinn H. Gunnarsson hætti við að skipa þriðja sætið tók Valdimar Sigurjónsson sem varð fjórði í prófkjöri þriðja sætið.

Eygló skrifar beittan pistil á vef sinn hér á Moggablogginu gegn skrifum Steingríms Sævarrs Ólafssonar og Björns Inga Hrafnssonar um úrslitin, sem hún telur að sé beint í þá átt að Reyknesingur taki þriðja sætið, sem að öllu eðlilegu ætti að vera hennar, ef miðað er við t.d. stöðuna í Norðvesturkjördæmi, þar sem t.d. ekki er Vestfirðingur meðal þriggja efstu. Umræða er nú hafin um að Grindvíkingurinn Petrína Baldursdóttir, leikskólakennari, sem sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn árin 1993-1995, eftir afsögn Karls Steinars Guðnasonar, skipi þriðja sætið í stað Hjálmars. Petrína gekk fyrir skömmu í Framsóknarflokkinn.

Eygló ætlar greinilega ekki að gefa sætið eftir án baráttu, sem skiljanlegt er. Pistill hennar ber yfirskriftina: Karlaplott og þúfupólitík. Sterk skilaboð það heldur betur. Umfram allt er skrifunum beint að Birni Inga, sem hún segir að sé að skipta sér af málum er honum komi ekki við. Endirinn er beittur og þar segir orðrétt: "Að síðustu vil ég benda einum af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík á að það hefur ekki verið hefð í Framsóknarflokknum að menn séu að skipta sér af prófkjörum eða uppstillingum í öðrum kjördæmum.  Honum færi betur að hafa meiri áhyggjur af stöðu flokksins í sínu eigin kjördæmi.  Ekki veitir af." Mjög sterk skilaboð og hvöss. Þarna takast tveir bloggvinir á. Björn Ingi skrifar svo fróðlegt svar við skrifunum í kommentdálk Eyglóar.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer í Suðurkjördæmi hjá framsóknarmönnum. Það virðist vera hörð og öflug barátta um þriðja sætið á framboðslistanum, sæti þingflokksformannsins Hjálmars Árnasonar - handan prófkjörs. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að sú barátta fer. Ekki virðist Eygló líkleg til að gefa eftir að fá sætið.

mbl.is Segir menn í öðrum kjördæmum ekki eiga að skipta sér af uppstillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband