Glæsilegur íslenskur sigur í Magdeburg!

Sigri fagnað í Magdeburg Ævintýralega flottur landsleikur áðan. Við lögðum Frakkanna með glæsilegum hætti og erum komin í milliriðlana. Með flottari leikjum landsliðsins lengi, segi ég og skrifa! Eins slakt og landsliðið var í gærkvöldi var það að blómstra í kvöld í leiknum gegn Frökkum. Stórkostlegur leikur - átta marka eðalsigur sem er gott veganesti í næstu átök.

Ég var vonsvikinn með liðið og stöðuna eftir leikinn í gær - vonaði það besta og óttaðist það versta. En sigur er staðreynd. Það sjá allir sem horfðu á leikinn í kvöld að við getum komist langt og við setjum, nú sem ávallt fyrr, markið mjög hátt. Allavega er ljóst að Alli Gísla og liðið geta farið mjög langt á þeim glæsibrag sem við sáum í kvöld.

Markið er sett á átta liða úrslit, einfalt mál! Verður gaman að fylgjast með milliriðlinum. Það var bömmer í gær en gleði í kvöld.

mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Besti leikur Íslendinga fyrr og síðar.Var dapur í gær eftir leikinn við Ukraníu,en nú leikur allt í lindi.Meira þarf ekki til á þessum bæ.Eina sem ég óttast sem fyr,að við höfum ekki nóga breydd í liðinu.Þjóðir þurfa sem næst að hafa tvö jafngóð lið til að landa heimsmeistaratign.

Kveðja.

Kristján Pétursson, 22.1.2007 kl. 21:19

2 identicon

Ótrúlegur leikur, maður sá líka á svipnum á strákunum áður en leikurinn hófst að þeir ætluðu að selja sig dýrt.  Stórkostlegt!  Fyrst við getum rúllað yfir Frakkana þá getum við unnið hvaða lið sem er í heiminum ef menn eru undirbúnir.  Spurning um að skella sér til Halle um næstu helgi og taka með nokkra sviðakjamma og hrútspunga

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Já, þetta var alveg ótrúlegur leikur. Þvílíkt stuð. Man ekki eftir svona rosalega góðum leik með svona vel samstilltum meistaratöktum lengi, mjög lengi. Þeir geta og eiga að fara mjög langt. Eftir þennan leik gerir maður sér vonir um að liðið fari mjöööög langt.

Já, það væri freistandi að fara út núna, get ekki annað sagt. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2007 kl. 23:55

4 identicon

Fannst það best sem Óli Stefáns sagði: Við erum eins og íslenska veðrið (í spilamennskunni) ... úff, ég var reiður eftir Úkraínu leikinn, en öllu hressari og glaðbeittari núna. Áfram Ísland!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband