Sjálfstæðisflokkurinn hafnar ESB afdráttarlaust

Ég var mjög stoltur af því að vera sjálfstæðismaður í dag þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði afdráttarlaust öllu daðri við Evrópusambandið og feigðarflani vinstristjórnarinnar lánlausu með aðildarviðræðum sem ekkert pólitískt kapítal er á bakvið. Þetta var ábyrg og traust afstaða, afstaða sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft haft á landsfundi sínum.

Þetta ætti ekki að koma neinum að óvörum. Enda hver vill styðja ESB-blaður Samfylkingarinnar nema kannski undirlægjurnar í ráðherrahópi vinstri grænna sem hafa fyrir löngu kyngt öllum hugsjónum og ársgömlum kosningaloforðum fyrir völdin ein.

Enginn vilji var fyrir almennt orðaðri málamiðlunartillögu á þessum landsfundi - afgerandi meirihluti fundarmanna fékk sína breytingatillögu í gegn. Enda eðlilegt að talað sé hreint út í stað þess að koma með útvatnaða tillögu sem nýtur ekki stuðnings.

Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hjálpa lánlausu vinstristjórninni í misheppnuðu Evrópudaðri sínu, sem virðist aðeins draumsýn Samfylkingarinnar, sem VG er nauðbeygt að styðja til þess eins að halda völdunum, sem þeim eru svo kær.

mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband