Veruleikafirring Össurar - einangrun Samfó

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er á miklum pólitískum villigötum ef hann telur stuðning við aðildarumsókn Íslands að ESB vera að aukast. Samfylkingin hefur einangrað sig í málinu og keyrir umsóknarferlið áfram án þess að þjóðin fylgi með. Veruleikafirringin er algjör. Af þessu hafa ráðamenn í Brussel miklar og vaxandi áhyggjur, enda eru þeir ekki vanir því að svo mikill mótbyr mæti þeim þegar þeir fara út í aðildarferlið.

Flestir með pólitískt nef sjá að þessi barátta er þegar töpuð. Eftir því sem andstaðan mælist meiri verður Samfylkingin harðari í því að bakka ferlið áfram. Ekki kemur það að óvörum. Þeir hafa lagt mikið undir til að fara þessa leið og varla valkostur að snúa við, þó það sé þjóðinni fyrir bestu að sleppa því að fara þetta feigðarflan.

Samfylkingin á í miklum vandræðum þessa dagana. Flokkurinn er leiðtogalaus og veiklulegur. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er á síðustu metrunum pólitískt - hefur spilað sína síðustu skák og hefur enga hæfileika til að vera verkstjóri ríkisstjórnar eða forystumaður stjórnmálaflokks. Þetta sést best í Magma-málinu.

Niðurlæging íslenskra stjórnmála verður algjör meðan þessi bastarður vinstriflokkanna verður við völd. Hún hefur enga stjórn á verkefninu og hefur enga framtíðarsýn fyrir þjóðina.


mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband