Árni Páll losar sig við Runólf

Ég held að enginn undrist að Árni Páll Árnason hafi sparkað Runólfi Ágústssyni sem umboðsmanni skuldara. Trúverðugleiki Runólfs var gjörsamlega búinn, hann hefði aldrei getað sinnt starfinu af þeim krafti sem þurfti, var algjörlega rúinn trausti. Ráðherrann stóð frammi fyrir þeim valkosti að fórna stjórnmálaferli sínum eða verja gjörsamlega afleita einkavinaráðningu sem hélt engu vatni.

Engu að síður hefur Árni Páll veikst mjög í sessi vegna þessa máls og er mjög skaddaður pólitískt. Sterk ímynd hans eftir leiðtogasigurinn í Kraganum og hafa fengið tækifærið til að fara í lykilráðuneyti eftir hrun er í molum. Fjarri því er hann vonarstjarna lengur fyrir Samfylkinguna. Þeir dagar eru liðnir eftir þetta fíaskó.

Reyndar er að verða fátt um fína drætti í leiðtogaspekúleringum Samfó. Flokkurinn er leiðtogalaus og hefur fáa á hliðarlínunni sem hafa sterka stöðu, enginn þeirra hefur styrkst í þessu lánlausa stjórnarsamstarfi. Ætli Gutti sé sá eini sem hefur stöðu í leiðtogahlutverk vegna þess að hann er á hliðarlínunni?

En hvað með það: raunalegt var að sjá Runólf í Kastljósi barma sér yfir því að ráðherrann hafi ekki haft manndóm til að standa með sér og fara svo beint í að verja fjármálasukkið honum tengt. Hann var enn staddur á árinu 2007 í að réttlæta ruglið sem hann var í.

mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband