Geir á villigötum

Íslenska þjóðkirkjan er sannarlega á miklum villigötum ef skoðun Geirs Waage á þagnarskyldu presta í kynferðisbrotamálum er útbreidd innan hennar. Mér finnst Geir feta inn á hála braut með orðavali sínu og tjáningu. Þetta var ekki alveg það sem kirkjan þurfti. Kirkjunnar menn þurfa að átta sig á stöðu mála í samfélaginu og tala fyrir því að kynferðislegt ofbeldi og misnotkun á börnum verði aldrei liðin og slegin þögn um þau.

Kirkjan hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna uppljóstrana á kynferðislegri misnotkun Ólafs Skúlasonar, biskups, á sinni eigin dóttur. Tímabært er að tala hreint út um þessi mál og gera þau upp. Lausnin er ekki að slá þögn yfir og reyna að kæfa þennan suðupott uppljóstrana og uppgjörs með því að setja lokið ofan á. Það er dæmt til að mistakast. Þetta ætti að blasa við öllum sem eru sæmilega skynsamir.

Kirkjan verður að breyta sínum vinnubrögðum eigi hún að halda velli í þeim nútíma sem við lifum í. Meiri þögn og leynd mun ekki verða henni farsæl. Því er rétt að vona að Kirkjan sé ekki á sömu villigötum og Geir Waage.

mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband