Hveitibrauðsdagar Gnarrsins liðnir

Ég held að hveitibrauðsdögum Besta flokksins og Jóns Gnarr sé lokið. Ekki seinna vænna þegar aulabrandarinn er færður á erlenda fjölmiðla er hann bara pínlegur og vondur, ekki vitund fyndinn eða skemmtilegur. Jón gerir svo illt verra með viðtalinu við Netmoggann í dag þar sem hann í raun sér ekki eftir neinu en er farinn að afsaka sig með Tourette og athyglisbresti.

Brandarinn er orðinn þreyttur og súr, meira að segja sem local-húmor. Er ekki mál að linni? Ætla Reykvíkingar að hafa skemmtikraft á fullum borgarstjóralaunum í fjögur ár við að leika trúð? Eru ekki nóg önnur og brýnni verkefni á dagskrá?

mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband