Valgerður snuprar Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar og Valgerður Það er ekki á hverjum degi sem að utanríkisráðherra snuprar forseta Íslands og leitar eftir útskýringum á verkum hans á valdastóli. Það hefur þó nú gerst. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, leitaði eftir skýringum á setu forsetans í þróunarráði Indlands, enda hafði ekki verið leitað til utanríkisráðuneytisins með þá ákvörðun, enda er hefðin með þeim hætti að ráðuneytið er haft með í ráðum með öll verk forsetans í sínu nafni á erlendri grundu.

Mér fannst það eðlilegt að svo væri gert, en þetta er vissulega mjög merkilegt inngrip. Samskipti forseta og utanríkisráðherra hafa kerfislega verið mjög góð í gegnum tíðina og sögu lýðveldisins sem spannar yfir sex áratugi. Það vita þó vissulega allir að kuldi var í samskiptum Ólafs Ragnars og Davíðs Oddssonar, meðan að sá síðarnefndi var utanríkisráðherra í rúmt ár, frá september 2004 til september 2005. Svo var brösugt á milli Ólafs Ragnars og Halldórs Ásgrímssonar fyrst eftir forsetaskiptin 1996, en sá fyrrnefndi gerði ýmislegt þá sem var ekki í samræmi við prótókollana. Halldór kvartaði yfir því hvernig Ólafur Ragnar talaði t.d. í heimsókn hans og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur í Hvita húsið sumarið 1997.

Valgerður allavega var ekki að hika við að óska eftir útskýringum frá Bessastöðum á þessu verklagi forsetans. Nú hefur forsetaembættið gefið út yfirlýsingu þar sem segir að seta forsetans í þróunarráði Indlands sé bundin við persónu hans sjálfs en ekki við íslenska forsetaembættið. Hvernig verður það aðskilið á meðan að þessi maður gegnir embættinu? Er nema vona að spurt sé. Mun forsetembættið væntanlega senda ráðuneytinu einhverjar skriflegar útskýringar. Varla þetta neitt mál, en þetta er fróðlegt í ljósi þess hversu jafnan hefur verið settlegt yfir samskiptum forseta og utanríkisráðherra í lýðveldissögunni.

Varla hefur þetta þó áhrif á samskipti þeirra sem gegna embættunum. Eins og sést á myndinni fór vel á með þeim við athöfn í Kárahnjúkavirkjun fyrir tæpu ári er forsetinn lagði hornstein að þessari miklu framkvæmd. Valgerður kaus forsetann í kosningunum 2004 er 20% kjósenda sem mættu á kjörstað skiluðu auðu svo ekki er átakanlega kalt á milli þeirra. En þessi tíðindi vekja þó vissulega athygli.

mbl.is Seta í indversku þróunarráði bundin við persónu Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki seinna vænna að snupra karlinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Snorri Bergz

Hvað yrði sagt, ef Geir Haarde tæki sæti í þjóðaröryggisráði Noregs? Þá yrði vísast bæði kratar og kommar snælduklikkaður af heift.

Snorri Bergz, 29.1.2007 kl. 13:15

3 identicon

Ef Valgerður yrði kosin formaður kvenfélags Grýtubakkahrepps væri þá hægt að skilja það embætti frá ráðherradómnum?

S.Baldv. 

Sigurður Örn Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband