Pólitískur skrípaleikur í landsdómi

Pólitísk réttarhöld eru hafin í Landsdómi. Yfirbragđiđ vissulega mjög sérstakt og rammpólitískt - einn mađur gerđur ađ blóraböggli, látinn standa reikningsskil af meintum brotum ţegar alţjóđleg efnahagsleg krísa gekk yfir allan heiminn. Á međan sleppa formađur hins stjórnarflokksins á tíma hrunsins og viđskiptaráđherrann viđ ţetta uppgjör - ţeim var komiđ í skjól af flokksfélögum sínum á ţingi.

Ţetta er mjög vandrćđalegt ferli, undarlegt "réttlćti" og skakkt uppgjör sem ţarna er í spilunum. Efast stórlega um ađ ţetta líti vel út í sögubókum framtíđar. Allir veikleikar landsdóms opinberast í ţessu ferli. Vonandi leiđir ţessi skrípaleikur til ţess ađ landsdómur verđi stokkađur upp, helst lagđur niđur og tekiđ á augljósum vanköntum sem fram hafa komiđ á ţessari vegferđ, allt frá ţingferli til loka.

Eftir stendur í yfirferđ málsins ađ rétt var haldiđ á málum á örlagastundu. Mun verr hefđi getađ fariđ. Undir forystu ţeirra sem réđu málum var tekiđ skynsamlega á málum. Neyđarlögin og gjaldţrot bankanna var rétta leiđin úr ţessum ógöngum. Auđvitađ var skađi Íslands nokkur, en bćđi tímasetning hrunsins reyndist heilladrjúg og ađferđin til lausnar krísunnar var sú rétta.

Undarlegast viđ ţennan skrípaleik allan, eins skrautlegur og hann annars er ađ öllu leyti, er skortur á miđlun upplýsinga til fjölmiđla, og svo ţađan til landsmanna allra. Ađeins er bođiđ upp á twitter-skrif úr réttarsal. Engu er líkara en réttarhöldin séu haldin um miđja 20. öld og ađeins hćgt ađ skrifa fréttir í dagblöđ morgundagsins.

Fornaldarbragurinn á landsdómi er algjör. Skortur á miđlun upplýsinga, stađsetning pólitísku réttarhaldanna og yfirbragđiđ frá a-ö er til skammar.

mbl.is Neyđarlögin urđu til bjargar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guđmundsson

Yfirleitt fara farsar sem Landsdómsmáliđ fram í nćsta húsi viđ téđan Landsdóm, nefnilega Ţjóđleikhúsinu.

Ţar má hafa marga í ţćgilegum sćtum og myndavélar bakviđ ţil svo ekki raski ţćr ró og friđi dómaranna og skrílsins

Óskar Guđmundsson, 6.3.2012 kl. 17:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband