Frjálslyndir verða sér að athlægi á Alþingi

Alþingi Það er alveg kostulegt að fylgjast með framgöngu þingmanna Frjálslynda flokksins á Alþingi. Nú er orðið ljóst að hávær orð Valdimars Leós Friðrikssonar um meintar handtökur á þekktum hryðjuverkamönnum á Keflavíkurflugvelli var blaður út í bláinn. Virðast þingmenn flokksins líta á fíkniefnainnflutning sem hryðjuverk. Það virðast fá takmörk fyrir vitleysunni í þingmönnum þessa flokks.

Ég lít svo á að Frjálslyndi flokkurinn sé holdsveikur í komandi alþingiskosningum. Hann er óstarfhæfur með öllu og sýnt mikið ábyrgðarleysi á pólitískum vettvangi. Ég fagna því mjög að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi tekið af skarið um að Sjálfstæðisflokkurinn muni að óbreyttu ekki vinna með þessum flokki. Ég gæti ekki verið áfram í Sjálfstæðisflokknum yrði önnur afstaða tekin. Ég á ekki lengur pólitíska samleið með forystu Sjálfstæðisflokksins lyfti hún þessum holdsveika flokki til stjórnarsetu og eða pólitískra áhrifa. Því fagna ég svo innilega afstöðu Geirs í þessu.

Valdimar Leó Friðriksson talaði með frekar lágkúrulegum hætti til Sæunnar Stefánsdóttur í umræðum um daginn. Það er með ólíkindum að hann hafi ekki beðið hana afsökunar á ummælum sínum. Það er honum til mikillar minnkunar og þessi flokkur heldur aðeins áfram að sökkva lengra niður til botns í þessari innflytjendaumræðu. Þessi skilgreining á hryðjuverkamönnum er allavega eitthvað sem fráleitt telst.

Það verður fróðlegt að sjá Kristinn H. Gunnarsson tala fyrir þessum áherslum í vor. Hann virðist vera nýjasta málpípa þessa hlægilega flokks. Hann er nú farinn að mæra Guðjón Arnar og Magnús Þór sem mest hann má í Moggagreinum og viðtölum. Kostuleg teljast nú örlög Sleggjunnar.

mbl.is Tekist á um hryðjuverkamenn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður betur og betur ljóst, með hverjum deginum sem líður, að Frjálslyndiflokkurinn er orðinn lítið annað en fljótandi flak, sem fær tæpast mikið fylgi í næstu kosningum. Alveg hreint með eindæmum hve liðsmönnum flokksins hefur haldist illa á spilunum að undanförnu og skiptir þá nánast engu hvar er drepið niður. Flokksmenn Frjálslyndaflokksins eru sjálfir orðnir mestu niðurrifsmenn Frjálslyndaflokksins og flokksmenn annara flokka þurfa ekki að eyða púðri í umræðu um neitt við þennan flokk. Flokksmenn sjá til þess sjálfir að murka ú honum líftóruna.

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2007 kl. 12:54

2 identicon

Þeim væri nær að ræða um þessa tvo hryðjuverkamenn sem handteknir voru á skagaströnd, þessa sem sprengdu sprengjuna við íbúðarhús lögreglumannsins. Þetta er ekkert annað en hriðjuverk og fróðlegt verður að sjá hvernig tekið verður á því máli.

Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 13:07

3 identicon

Þetta var nú bara eftir öðum málflutningi vitleysinganna í Frjálslynda flokkknum. Nú eru þeir að reyna að koma óorði á þessa blessaða menn sem leggja líf sitt og limi í sölurnar fyrir fíkniefnaneytendur og blessuð börnin okkar sem langar til að prófa öll þessi efni sem allar frægu stjörnurnar slafra í sig eins og poppkorn en íslensk forræðishyggja hefur bannað. Að kalla þessa menn og reyndar konur líka "hryðjuverkamenn". Fyrr má nú vera ósvífnin. Ekki kæmi mér það á óvart þó Framsóknarflokkurinn hefði skorað drjúgt í þessari hetjulegu vörn fyrir vini lands og þjóðar. Og ekki finnst mér að minna megi nú vera en að fíkniefnaheimurinn standi þétt við bakið á Framsóknarflokknum í næstu kosningum. En varðar ekki svona óábyrgt hjal barasta við meiðyrðalöggjöfina? 

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband