Forsetakjör

Ég hef tekið þá ákvörðun að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum 30. júní nk. Fyrir því eru margar ástæður. Mestu skiptir að ég tel hann frambærilegasta frambjóðandann í kjöri að þessu sinni og hann hefur með verkum sínum á þessu kjörtímabili staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar, þegar Alþingi og ríkisstjórn brugðust landsmönnum, sérstaklega í Icesave-málinu.

Ólafur Ragnar talaði máli Íslands á örlagastundu, eftir hrunið, þegar aðrir forystumenn gáfu eftir, sumir þeirra til að þóknast hinni vanhugsuðu aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Sú þögn var stjórnmálaforystu landsins til skammar. Þegar þingmenn og ráðherrar brugðust stóð forsetinn í lappirnar. Sú framganga er virðingarverð og ég ætla að launa Ólafi það með stuðningi mínum.

Hinsvegar neita ég því ekki að oft áður hef ég gagnrýnt Ólaf Ragnar, líka hrósað honum þegar mér hefur fundist það rétt. Við forsetakjör 1996 dáðist ég að framgöngu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Allir muna hversu mjög hún var stjarna þeirrar kosningabaráttu. Ekki síður hefur Dorrit Moussaieff staðið forsetavaktina við hlið Ólafs með glæsibrag eftir fráfall Guðrúnar Katrínar.

Þessar forsetakosningar litast vissulega af því að Alþingi Íslendinga er rúið trausti. Óvinsæl vinstristjórn hefur staðið sig illa að öllu leyti, fyrst og fremst brást í því að verja Ísland þegar þess þurfti. Icesave-málið opinberaði mjög átakalínur og sýndu hverjir stóðu sig þegar á þurfti að halda.

Ólafur Ragnar fór í fjölmiðla á alþjóðavettvangi þegar vantaði rödd Íslands í umræðuna, þegar stjórnmálamenn voru þess ekki megnugir. Sú framganga skipti sköpum. Ákvörðun Ólafs Ragnars að fela þjóðinni valdið í Icesave var rétt og sumir geta ekki fyrirgefið honum að hafa spurt þjóðina.

Mér finnst rétt að forsetinn hljóti endurkjör, stuðning þjóðarinnar, á þessum tímapunkti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er algjörlega sammála þér.

Ólafur er eini skynsamlegi valkosturinn og eins og þú segir svo

réttilega, eini maðurinn sem stóð upp fyrir þjóð sína á alþjóðavetvangi

meðan alþingisdruslurnar voru í felum. Aldrei hefur alþingi íslendinga

verið smánað eins og af þessu gjörsamlega vanhæfa fólki sem þar situr.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Stefán Friðrik. 

Það er ekki bara af því að hann eigi það skilið af okkur, heldur og ekki síður vegna þess að hann er sá sem best hefur staðið til varnar okkur og eru þá allir meðtaldir í stjórn og stjórnar andstöðu.

Það er ekki þægilegt hugsa til þess að þurfa að bíða í eitt ár í viðbót algerlega varnarlaus gegn óvinum okkar erlendum og innlendum,  og þess vegna kýs ég Ólaf. 

Vera kann að í framboðs hópnum séu aðilar sem gætu dugað á friðartímum, en það eru ekki friðar tímar og besta leiðinn til að forða alvarlegum átökkum er að kjósa Ólaf.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2012 kl. 22:26

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ha Hrólfur, eru ekki friðartímar? Eru óvinir að ógna okkur?

Emil Hannes Valgeirsson, 31.5.2012 kl. 11:28

4 identicon

Alveg sammála þér, finnst líka gleymast í þessari umræðu að ef að við kjósum annan forseta yfir okkur þá er sá aðili á launum það sem eftir er af ævi sinni, þá erum við með 3 forseta á launum í 300.000 manna þjóðfélagi, þetta er í stjórnarskrá sem er ekki búið að breyta og tekur alla veganna 2 kjörtímabil að breyta samkvæmt stjórnarskránni, mér finnst þetta bara allt of dýrt fyrir ekki stærra samfélag

Bjarni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:33

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Emil, það er verið að ógna okkur og niðurlægja.  Við erum yfirlýstir hryðjuverkamenn af Bretum, og við erum lýstir hinir mestu ódámar af Bretum, Hollendingum og reyndar öllum Evrópusambandsríkjum.  Við erum lýstir þvílíkir skúrkar að rétt sé af þessum aðilum að takka okkur ærlega í karphúsið í þeim tilgangi að hafa af okkur auðlindir okkar og réttarstöðu. 

Þessir aðilar reka búsmala sinn á okkar beitarlönd, en vilja ekkert greiða fyrir fóðrið. Þesskonar yfirgangur hefur oft leitt af sér átök. 

Hér heima eru að minnstakosti tveir stjórnmálaflokkar sem styðja þessi sjónarmið Evrópusambandsríkja með öllum sínum ráðum.  Við eigum í stríði við þessi öfl sem kappkosta að við óbreyttir íslendingar komum hvergi að ákvörðunum um okkar eigin framtíð. 

Púður hefur ekki verið brennt en nái stjórnvöld fram megin markmiðum sínum þá spái ég að hætta sé á ferðum.  Til að forðast átök þá vel ég Ólaf.   

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2012 kl. 22:18

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég verð bara að segja að mér finnst þetta vera stríðsæsingatal í Hrólfi og fleirum sem tala í sama dúr.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.6.2012 kl. 00:08

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þínar tilfinningar Emil, eru sjálfsagðar og það er ærlegt að segja frá þeim.  En hvað myndir þú kalla yfirgang?

Hrólfur Þ Hraundal, 2.6.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband