Félagsmálaráðherra fær aðsvif í þingsalnum

Magnús Stefánsson Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, fékk aðsvif í ræðustól á Alþingi í morgun þar sem hann var að mæla fyrir þingsályktunartillögu um jafnréttismál. Varð hann að fara úr ræðustólnum og gera hlé á máli sínu. Fór hann í fylgd Ástu Möller, alþingismanns og hjúkrunarfræðings, til athugunar á sjúkrahúsi en mun væntanlega snúa strax aftur til starfa, enda ekki alvarlega veikur. Mun hann hafa orðið fyrir sykurfalli, en hann var á þingflokksfundi fram á nótt og borðaði ekki morgunmat.

Rúm sex ár eru liðin síðan að Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hneig niður í þinghúsinu í miðju sjónvarpsviðtali með Össuri Skarphéðinssyni, þáv. formanni Samfylkingarinnar. Ingibjörg dvaldist nokkurn tíma á sjúkrahúsi og tók sér hlé frá störfum. Halldór Ásgrímsson, þáv. utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sinnti á meðan störfum hennar. Ingibjörg þjáðist af ofþreytu og sló niður en hún hafði verið undir miklu álagi vegna umræðu daga og nætur um viðbrögð stjórnarflokkanna við öryrkjadómnum. Ingibjörg ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í stjórnmálum og hætti sem heilbrigðisráðherra um páskana 2001. Magnús varð þingmaður við afsögn Ingibjargar.

Það eru fá önnur dæmi um að ráðherrar og þingmenn veikist á vinnustað sínum en þetta er áminning til ráðherrans og eflaust allra annarra að fara vel með sig og láta stress og álag ekki hafa áhrif á hversdagslegt líf. Það er enda ljóst að ráðherrann hefur ekki hugsað nógu vel um heilsuna.

mbl.is Talið að sykurfall hafi orðið hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi Eyjólfur hressast. Þingmönnum er í lófa lagið að minnka vinnuálagið á þingi með því að lengja verulega starfstíma þingsins, í stað þess að vinna dag og nótt í nokkra mánuði á hverju ári. Hins vegar er þetta náttúrlega ekki einleikið með Framsóknarflokkinn og mætti halda að Vestfirskir galdramenn hafi lagt álög á flokkinn á einhverjum tímapunkti. En að sjálfsögðu bera allir ábyrgð á eigin heilsu og gjörðum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband