Skoðanaskipti um þjóðsöng - fyndin handtaka

Spaugstofan Það var nokkur húmor yfir þessari frétt um handtöku Spaugstofumanna vegna brota þeirra á lögum um þjóðsöng lýðveldisins. En það fer sannarlega ekkert á milli mála að þetta hefur verið ansi heitt mál, miklar tilfinningar og harðar skoðanir í því. Sitt sýnist hverjum. Hef fengið eins og ég benti á í gær mikinn slatta af tölvupósti um málið og svo hafa umræður verið nokkrar hér á vefnum eins og allir sjá sem líta hér í heimsókn.

Í grunninn liggur málið allt mjög ljóst fyrir. Sumum finnst allt í lagi að brjóta þessi lög. Þar ræður gamla góða "af því bara" svarið. Mjög skondið þannig séð. Nokkrir aðilar trompuðust yfir skrifum mínum hér í gærkvöldi þar sem ég talaði fallega um þjóðsönginn og fannst greinilega allt í lagi að senda mér tölvupóst þar sem viðkomandi, sumir nafnlausir, láta að því liggja að ég væri að vega að tjáningar- og málfrelsi með ummælum mínum um lögbrot Spaugstofunnar. Þar sem þeir sem þetta sögðu geta ekki annað en sent nafnlausa pósta eru orð þeirra með öllu marklaus. Geti fólk ekki sett nafn sitt með svona ómerkilegheitum er skoðunin dauð, sama gildir á þessum vef hér!

Mér finnst að ég hafi svosem sagt allt það sem mér finnst um þetta. Hef fengið lífleg viðbrögð. Þetta hefur verið málefnalegt að mestu hér, það er sjálfsagt að fólk hafi skoðanir á þessu máli og segi það sem því finnst. Það gildir það sama um aðra, rétt eins og mig. Á mínum vef segi ég það sem mér finnst. Ef ég ætlaði að vera sammála öllum væri þessi vefur þurr og leiðinlegur. Finnst mjög gott að fá komment, eina skilyrðið sem ég hef sett er að þar skrifi fólk hér á kerfinu, allavega með nafni og vitað sé hver skrifi. Mér finnst það ekki óeðlileg krafa. Hafi menn skoðun hljóta þeir að geta sett nafnið með því. Eðlileg grundvallarregla.

Eftir stendur að lögin voru brotin með mjög áberandi hætti. Það deilir enginn um það. Refsiákvæði eru í þeim tilfellum tekin fram. Lögin eru mjög skýr og þarf ekki lagasérfræðinga til að sjá það allt saman. Í heildina skiptir því litlu hvað ég segi um þetta og eða aðrir þannig séð. Þetta mál er í höndum þeirra sem eiga að framfylgja lögunum. Mér fannst þó mikilvægt að segja mína skoðun, hika ekkert í þeim efnum. Bæði skrifa um lögbrotið sem slíkt og eins segja hvað mér finnst um þjóðsönginn. Það er heiðarlegt og gott, sé svo sannarlega ekki eftir því.

Það verður svo bara að sjá til hvað gerist í þessu máli er á hólminn kemur.

mbl.is Handtaka átti Spaugstofumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán. Ég býst við því að fæstum Íslendingum þyki meðferð Spaugstofunnar á þjóðsöngnum alvarleg goðgá. Öllum sem á horfðu var ljóst að hér var góðlátlegt spaug á ferð, þótt einhverjum þyki ekki smekklegt. Einhverjir muna kannski eftir spauginu er "blindur fékk Sýn" og olli nokkru fjaðrafoki. Framhjá hinu verður þó vart gengið að saksóknin í landinu á mjög erfitt um vik að taka ekki á málinu og ákæra fyrir brot á lögum. Eða þá að stjórnmálamenn taki sig til og breyti lögum. Sjálfum þykir mér hið unga lýðveldi Ísland óþarflega viðkvæmt fyrir fána sínum og þjóðsöng, þótt ég sé fjarri því að boða almenna vanvirðu við tákn þjóðarinnar.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Eru lögin um þjóðsönginn ekki nánast skólabókardæmi um úrelt lög sem fáir sjá ástæðu til að virða?

erlahlyns.blogspot.com, 27.3.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem er alvarlegt við spaugið er að það er notað í pólitískum tilgangi. Að ata þjóðsönginn slíkum aur, burt séð frá því hvort ég er sammála áróðrinum eða ekki , þá gera menn ekki svona.

Hvað næst? Geta stjórnmála og hagsmunasamtök, nú eða fyrirtæki notað þjóðsönginn í hvaða tilgangi sem er? Ég er ekkert viðkvæmur fyrir einhverju spaugi með sönginn en það er nú samt bannað. Þetta verður auðvitað að stoppa, hér og nú. Nóg er nú samt rifist í þessu þjóðfélagi þó svona vitleysa bætist ekki á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 18:10

4 identicon

SPAUGSTOFAN vissi náttúrlega að hún var að brjóta lögin og það þýðir ekkert að segja eftir á að maður hafi ekki þekkt lögin eða reglurnar. "Hva, bara til lög um þjóðsönginn?!" "Ha, er hámarkshraðinn níutíu hér?! Ég hélt að hann væri nú meiri en það!" "Ókei, þú sleppur þá í þetta skiptið, vinur!" En Spaugstofan fær sjálfsagt bara smá skamm skamm, ekki gera þetta aftur! Og málið er dautt.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Æji Stebbi... einhverstaðar stendur með lögum skal land byggja... en sjaldnast er viðskeytið með þ.e og/eða en ólögum eyða. Það stendur líka í einhverjum lögum er það ekki að þingmenn skuli í öllu fara eftir sinni sannfæringu. Er einhver svo barnalegur að halda að sú sé alltaf raunin. Held að menn ættu að hafa meiri áhyggjur af þjóðinni en þjóðsöngnum.

Annars bara takk fyrir skemmtilegt blogg, góður penni!

Kveðja í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 20:46

6 identicon

Miðað við að ég sé frjálslyndur jafnaðarmaður þá leyfist margt undir boga spaugs, sbr doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen, Fjölmæli. Hér er ég Gunnarsmaður eins og fyrr.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:56

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Frábært blogg!

Heiða Þórðar, 27.3.2007 kl. 22:07

8 Smámynd: Saumakonan

Slá á putta... skamm skamm... Má ekki!   Kanski gengnir í barndóm???

Saumakonan, 27.3.2007 kl. 23:28

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Spaugstofan er ekki með alvöru góðan þátt nema þeir verði kærðir eftir hann. Bestu þættir þeirra eiga það til að koma í kringum Páskana

Fannar frá Rifi, 28.3.2007 kl. 01:17

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gústaf: Já, en þá eiga menn ekki að hafa lög utan um þjóðsönginn og fánann. Það er allavega mitt mat. Lögin eru gagnslaus ef þeim er ekki framfylgt. Það er bara þannig. Annars verður bara að ráðast hvort og þá hvað verði gert. Þakka þér allavega pælingarnar.

Erla Hlyns: Já, þetta er stór spurning. Ef lögin eru einskis virði og á ekki að framfylgja þeim eru þau einskis virði. Þetta hef ég margoft sagt hér og bíð eftir að á það reyni bara.

Steini: Auðvitað vissi Spaugstofan vel af þessu. Enda sögðu þeir eftir atriðið að þeir hefðu þá nægan óskunda að þessu sinni, eða mig minnir það.

Gunnar: Algjörlega sammála þessu, gott komment.

Þorsteinn: Takk fyrir góð orð um bloggið, met þau mikils.

Gísli: Er ekki viss um að dr. Gunnar hefði haft húmor fyrir þessu. Annars erfitt um að segja svosem. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í kjölfar þessa. Það er mikilvægt að fá það á hreint hvort þessi lög séu marklaus eður ei.

Heiða: Takk kærlega fyrir þessi góðu orð.

Saumakonan: Kannski, sjáum til. :)

Fannar: Nákvæmlega, ég hló reyndar aðeins þegar að þeir gerðu grín þá og þeir tóku þetta vel fyrir í sinni version af Gullna hliðinu síðar meir. Alveg magnaðir þættir. Það hvernig þeir svöruðu fyrir sig í hinum fræga klámhundaþætti var ógleymanlegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.3.2007 kl. 01:54

11 identicon

Bara smá spurning: skiptir máli hvort maður brýtur lög greinilega eða með lumskum hætti?

Í annarri færslu (kommentum) hjá þér, þá segir þú þetta sem svar við ágætis spurningu Helga (þegar árni johnsen sannarlega braut lögin með hraðari og einfaldaðri útgáfu af söngnum):

"Helgi Jóhann: Ég hef sjálfur á þjóðhátíð sungið þjóðsönginn í brekkusöng með fleiri þúsund öðrum. Fannst það mjög gaman bara og það er og hefur alltaf verið mjög góð stund. Þar var þjóðsöngurinn sunginn, lag Sveinbjörns og ljóð Matthíasar. Í tilfelli Spaugstofunnar var gerður nýr texti, finnst þetta ekki alveg sambærilegt vegna þess, en það má vel vera að einhverjir hafi talið Árna fara illa með þjóðsönginn. Varla geta þeir sem verja textabrenglun Spaugstofunnar verið ósáttir með útgáfu Árna. Hvað mig varðar snýst þetta fyrst og fremst um að skipta um texta við þjóðsönginn, breyta honum með áberandi hætti. Ég sé ekkert að því að hver syngi þjóðsönginn með réttu ljóði."

Segja ekki lögin skýrt að ekki má breyta þjóðsöngnum eða flytja hann í annarri útgáfu? Hröð og einfölduð útgáfa er önnur útgáfa, ekki satt? Þú getur ekki verið á móti meðhöndlun Spaugstofunnar og varið Árna Johnsen ... báðir eiga skammir skilið, ekki satt? Eða báðir hlátur?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:01

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið.

Það er eitt að breyta aðeins takti þjóðsöngsins og annað að skipta um ljóð og gera grín að þjóðsöngnum. Mér fannst gaman að syngja þjóðsönginn í brekkusöng í Eyjum, enda var þetta hátíðleg og yndisleg stund. Mér finnst gaman að syngja þjóðsönginn og tel það enga skömm að gera það. Vel má vera að einhverjum finnist sú útgáfa vond en ég hafði gaman af henni, enda taldi ég mig vera að syngja hann með mínu nefi, með réttu lagi og ljóði. Annars verð ég seint metinn aðdáandi Árna Johnsen þannig séð, þó það sé einstök upplifun að vera með honum í brekkusöng.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.3.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband