Baráttusamtökunum hafnað af yfirkjörstjórnum

Framboð Baráttusamtakanna kynntBaráttusamtökunum var í dag hafnað af yfirkjörstjórnum um framboð í Reykjavík (suður/norður) og Suðurkjördæmi. Þar var listum skilað eftir lok framboðsfrests í gær. Eina framboð þeirra sem var staðfest er hér í Norðausturkjördæmi. Eina von þeirra nú um að komast á atkvæðaseðil í kosningunum eftir 14 daga í þessum þrem kjördæmum er að kæra úrskurð yfirkjörstjórna til landskjörstjórnar.

Mjög ólíklegt er að það beri nokkurn árangur. Þetta framboð er því í raun úr sögunni fari þetta á þennan veg, enda blasir við að local-framboð aldraðra og öryrkja bara i Norðaustri er algjörlega dæmt til að mistakast. Framboð á einum bletti getur fyrirfram miðað við kosningalögin ekki náð fótfestu. Ekki gefa kannanir þeim heldur fyrirheit um fylgi upp á meira en hálft prósent ef marka má kjördæmakönnun á miðvikudag.

Það var vissulega frekar sorglegt að fylgjast með Arndísi Björnsdóttur í fréttatíma Stöðvar 2 í gær að reyna að fara eftir lok framboðsfrests með listana, fyrst til dómsmálaráðuneytisins og síðar í yfirkjörstjórnir. Hún var alltof sein og augljóslega hefur þetta gengið allt mjög brösuglega fyrst undirbúningi var ekki lokið fyrr. Það er auðvitað dapurt fyrir flokk að falla á tíma. Það er mjög erfitt að fara að veita undanþágu frá framboðslögum. Þegar að framboðsfrestur er liðinn hafa orðið skil og ljóst að fólk hefur einfaldlega fallið á tíma.

Baráttusamtökin hafa ekki haft hljómgrunn í könnunum. Það er ekki sterkt ákall í landinu fyrir sérstakt framboð aldraðra og öryrkja. Hefði svo verið er öllum ljóst að framboð hefði verið vel undirbúið og haft mikinn kraft í sér. Þann neista vantaði og því fór sem fór. Það er mjög einfalt mál.


mbl.is Framboðslistum Baráttusamtakanna hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvað mundi Jónína Bjartmarsz ráðleggja?

Björn Heiðdal, 29.4.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband