Kjörstaðir opna - kjósendur taki afstöðu!

Alþingi Kjörstaðir hafa opnað í alþingiskosningunum 2007 og nú munu kjósendur streyma í þúsundatali á sinn kjörstað. Það er mikilvægt að allir greiði atkvæði og taki afstöðu í þessum kosningum. Fannst reyndar skondið að ég var í gærkvöldi að redda systur minni sem er stödd í helgarferð í Vestmannaeyjum um leiðir til að greiða atkvæði, seint og um síðir, en það gekk allt vel upp og atkvæðið komst til skila. Það munar alltaf um eitt atkvæði!

Ég er að fara núna og greiða atkvæði. Ég kýs eins og venjulega í Oddeyrarskóla á Akureyri og kjördeildin mín er sú níunda. Ég hef einu sinni lent í því að vinna á kjördegi í Oddeyrarskóla. Það var í forseta- og sameiningarkosningunum. Get ekki beint sagt að það hafi skemmtileg vinna. Ég hef alla tíð verið algjör stjórnmálafíkill og verð að fylgjast með kosningavöku, tölum og pæla í stöðuna meðan að hún gerist í beinni eins og við segjum. Forsetakosningarnar 2004 voru ekki beint spennandi og áhugaverðar og ég gat lifað við það að taka þennan pakka þá. Helst var spursmál þá hversu margir myndu slaufa á forsetann og skila auðu.

Kosningar eru mikilvægar. Öll eigum við eitt atkvæði. Við eigum að taka afstöðu og mæta á kjörstað - krossa við þann lista sem við teljum réttan. Það má heldur ekki gleyma því að maður getur haft afstöðu á listann sinn. Það hefur auglýsingamennska Jóhannesar Jónssonar sýnt okkur vel. Á þó ekki von á að ég breyti neitt mínum lista, enda líst mér heilt yfir vel á hann.

Ég hvet alla til að kjósa, þetta er okkar mikilvægasti lýðræðislegi réttur - nýtum hann!

mbl.is Búið að opna kjörstaði um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegan Kjördag

Glanni (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Ég heyrði auglýsingu í útvarpinu í gær svohljóðandi: Ef vinstristjórn verður kosin yfir landið á morgun (í dag) þá er síðasti maður beðinn um að slökkva ljósin í Leifsstöð.  Ein af þeim betri! En gleðilegan kjördag! Ég líki þessu við fermingu hjá mér, enda að kjósa í fyrsta skipti og um leið að staðfesta "trú" mína ef svo má segja

Stefán Þór Helgason, 12.5.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær brandari     ég fer í sumar ef verður vinstri svo ég slekk ekki. Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Frábær brandari frændi, alveg brill

Takk fyrir kveðjuna Ásdís mín, vonandi fer vel í Suðrinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, og frændi kær, til hamingju með að kjósa í fyrsta skipti. Mikilvægur áfangi :D

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.5.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband