Björn Bjarnason færist niður um sæti

Björn Bjarnason

Ljóst er nú að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, mun færast niður um eitt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður vegna útstrikana. Það er því ljóst að Illugi Gunnarsson, alþingismaður, færist upp í annað sætið á framboðslistanum, fram fyrir Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason hefur nú sent frá sér yfirlýsingu og farið yfir skoðanir sínar á þessu máli. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir þróun stjórnmálastarfs og ekki síður réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu.

Ég hef áður farið yfir skoðanir mínar á þessu máli hér og ítreka þær í ljósi þessa. Ég hef fengið talsverð viðbrögð á þau skrif og þakka fyrir það sem þar kemur fram. Það eru ólíkar skoðanir. Eftir stendur afgerandi sú skoðun mín að Björn fái áfram virðingarembætti af hálfu Sjálfstæðisflokksins verði hann í stjórnarsamstarfi eins og allar líkur eru á.


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þetta kom úr sterkustu átt maður sem fæddur er í auð og valdaætt. Mátti Jóhannes ekki verja sig gegn ómaklegum árásum Björns sem nú ætlar að hyggla manninum sem sinnti skýtverkunum fyrir hann.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ef ég væri einn af þeim kjósendum sjálfstæðisflokksins sem hefði valið að strika Björn Bjarnason útaf listanum, þá yrði ég afskaplega móðgaður.

Ég t.d. sá aldrei umrædda auglýsingu, en hefði samt hiklaust strikað hann útaf listanum, og kannski einhverja fleiri.. hver veit?

Að halda því fram að fimmtungur kjósenda sjálfstæðisflokksins í Reykjavík séu einungis apar sem fylgja öllum leiðbeiningum Baugsmanna er ekki bara móðgun við þá, heldur greinileg firra. Ef þessi fimmtungur myndi hlíða Baugsmönnum hefðu þeir ekki bara kosið Samfylkinguna -- eða var það bara "heppni" að ekki var prentuð heilsíðu auglýsing: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík, Jóhannes segir: XS!".

Steinn E. Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband