Hlé gert á viðræðum - vinna í eðlilegum farvegi

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Hlé hefur nú verið gert á stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um skeið. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Össurar Skarphéðinssonar í Ráðherrabústaðnum í dag. Flest bendir til að flokkarnir nái saman um málefnaáherslur bráðlega en þeir ætla greinilega að gefa sér lengri tíma til vinnslu málsins.

Þessar viðræður hafa gengið mjög vel á stuttum tíma. Innan við vika er liðin frá endalokum stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Geir H. Haarde fékk umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar á Bessastöðum á föstudaginn, eftir að hafa beðist lausnar fyrir fráfarandi stjórn. Fundað var eftir hádegið á föstudaginn í Ráðherrabústaðnum og helgin var vel nýtt til fundahalda á Þingvöllum, hinum sögufræga stað í íslenskri sögu. Þar var fundað báða daga frá morgni til kvölds og ljóst að þar myndaðist góður grunnur að verkinu.

Það er ljóst að ekkert liggur í sjálfu sér á. Flokkarnir eru enn vel staddir innan við tímafrest þann sem Ólafur Ragnar Grímsson nefndi á föstudag er hann veitti umboð til stjórnarmyndunar. Skv. fréttum mun þingflokkur Samfylkingarinnar hittast í kvöld til að kveðja þá þingmenn, sem létu af þingmennsku 12. maí sl. en meðal þeirra eru eins og kunnugt er þær Margrét Frímannsdóttir, síðasti formaður Alþýðubandalagsins og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrum félagsmálaráðherra hverfa nú af þingi eftir langa þingsetu.

Það verður fróðlegt að sjá hversu langan tíma vinnan við stjórnarmyndun flokkanna gengur, en vægt er til orða tekið að stjórnmálaáhugamenn bíði spenntir eftir stjórnarsáttmála flokkanna og ráðherrakapal þeirra og skiptingu annarra embætta, bæði innan ríkisstjórnar og á Alþingi.

mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband