Sárindi hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi?

Gunnar Svavarsson Það er nú ljóst að Gunnar Svavarsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sóttist eftir ráðherrasæti í ríkisstjórn en fékk ekki. Þess í stað varð Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tapaði í leiðtogaslag í prófkjöri fyrir Gunnari og féll í þriðja sætið, umhverfisráðherra. Mikla athygli hefur vakið að Þórunn yrði ráðherra en hvorki Gunnar né Katrín Júlíusdóttir, sem skipaði annað sætið á lista flokksins í kjördæminu.

Það vekur athygli í þessari moggafrétt að Gunnar getur hvorki sagt hvort hann sé ánægður eða óánægður með ráðherrakapal Samfylkingarinnar. Þessi niðurstaða hlýtur að hafa orðið verulegt áfall fyrir Gunnar sem leiðtoga í kjördæminu og eftir að hafa verið lykilmaður hjá Samfylkingunni í sterkasta vígi flokksins, Hafnarfirði, en hann hefur verið forseti bæjarstjórnar þar frá árinu 2002. Eins og kunnugt er hefur Samfylkingin sjö af ellefu bæjarfulltrúum í Hafnarfirði.

Einhver ólga er vegna ráðherrakapalsins. Auk Gunnars vakti athygli að Ágúst Ólafur Ágústsson fékk ekki ráðherrastól þrátt fyrir að vera varaformaður flokksins. Niðurlæging hans er algjör. Auk þessa vekur athygli að spútnik-stjarnan úr Kópavogi, Katrín Júlíusdóttir, varð ekki ráðherra. Með þessu er gengið gegn öflugum fulltrúum ungra jafnaðarmanna innan þingflokksins - en bæði hafa verið metin lykilstjörnur innan flokksins, en þeim er þó ekki treyst fyrir ráðherrastól.

mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Stebbi, varstu búinn að blogga um gífurlega óánægju innan þíns flokks með skiptingu ráðherraembætta?  Og þá sérstaklega konunum sem allar eru óhæfar að mati karlanna sem ráða. 

Ibba Sig., 23.5.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég er búinn að blogga um þau mál. Við hér í Norðausturkjördæmi erum hundfúl með að eiga ekki ráðherra. Það er alveg ljóst. Ég fer ekkert leynt með það. Ég get alveg gagnrýnt í mína átt þegar að svo ber við og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli að formaður flokksins lítur algjörlega framhjá kjördæmi mínu í ráðherramálum. Það er til skammar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband