Verður Valgerður varaformaður Framsóknarflokks?

Valgerður Sverrisdóttir Nú þegar að Guðni Ágústsson er orðinn formaður Framsóknarflokksins losnar staða varaformanns flokksins. Miðað við hlutföll innan þingflokks flokksins er ekki óeðlilegt að litið sé til Valgerðar Sverrisdóttur. Hennar staða er sterk. Hún vann mikinn varnarsigur í kosningunum 12. maí sl. hér í Norðausturkjördæmi og hlaut þrjá þingmenn kjörna hér af þeim sjö sem flokkurinn hlaut á landsvísu.

Það er því ljóst að Valgerður er í raun að leiða flokkinn í gegnum þessar kosningar. Fyrir nokkrum vikum töldu flestir að framundan væri auðmýkjandi ósigur fyrir Valgerði, sem vann afgerandi sigur hér í kosningunum 2003. Lengst af töldu flestir að Framsókn fengi aðeins tvo menn kjörna. Það er mikill varnarsigur fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi að hafa náð að tryggja kjör Höskuldar Þórhallssonar á Alþingi.

Valgerður er mikil seiglukona, dugleg og beitt. Það er ekki undarlegt að hún hafi sterka stöðu og ég tel allar líkur á að hún hljóti varaformennskuna og sennilega án baráttu. Staða hennar er það sterk að hún á það skilið að hljóta öflugan forystusess að mínu mati.

Valgerður varð fyrsta konan á utanríkisráðherrastóli. Margir töldu að fjarvera hennar sem utanríkisráðherra myndi koma niður á henni í stóru og umfangsmiklu landsbyggðarkjördæmi. Það varð ekki. Mér fannst reyndar með ólíkindum hversu öflug Valgerður var þrátt fyrir utanríkisráðherrastólinn og mikil ferðalög um víða veröld.

Fannst hún alltaf vera hér og sama hvaða mannfögnuður eða atburður að alltaf var Valgerður þar viðstödd. Ótrúlega dugleg og öflug, enda uppskar hún eftir því hér. Hún var eini leiðtogi Framsóknar sem gat brosað í þessu sögulega afhroði sem flokkurinn varð fyrir í kosningunum þann 12. maí og mun uppskera eftir því þrátt fyrir valdamissinn.

mbl.is Stingur upp á Valgerði í embætti varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér persónulega finnst að Valgerður ætti að taka formannsslaginn. Hún er mun trúverðugri en Guðni og mundi gera meira fyrir flokkinn að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Formannsslagur er ekki í gangi núna, miðstjórn Framsóknar á að velja varaformann, þar sem Guðni er nú kominn í formannsstólinn. Á næsta flokksþingi er kosið um forystu, eins og alltaf og þá eru allir í kjöri, líka Valgerður.

Gestur Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Stebbi. heyrðu nú verður þú að segja okkur fréttirnar. Ertu að koma suður og aðstoða Geir? Láttu okkur nú vita!

Sveinn Hjörtur , 23.5.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Gunnlaugur Stefánsson

Sæll Stefán! Það er rétt hjá þér að Valgerður er gríðalega öflugur stjórnmálamaður og sá öflugasti hér í Norðausturkjördæmi. Það er ótrúlegt að fylgjast með henni. Á fundi hér að kvöldi og síðan séð hana á fundi erlendis á hádegi daginn eftir. Og jafnvel mætt á fund austur á landi morgunin eftir. Mikill dugnaðarforkur hún Valgerður. 

Ég vona að Valgerður gefi kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkin.

Gunnlaugur Stefánsson, 23.5.2007 kl. 22:09

5 identicon

Ef Framsóknarmenn ætla vera sniðugir, þá eiga þeir að gera Siv að varaformanni. Það væri réttast fyrir flokk sem er að reyna hasla sér völl á mölinni.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:33

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Valgerður á að fara í formanninn og svo myndi ég telja að Birkir yrði varaformaður - út með Guðna - endurnýjun er nauðsynleg.

Óðinn Þórisson, 24.5.2007 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband